Erlent

Ákærður fyrir þjóðarmorð

Gonzalo Sanchez de Lozada, fyrrum forseti Bólivíu, og tveir samráðherrar hans hafa verið ákærðir fyrir þjóðarmorð. 56 manns létust þegar herinn var látinn kveða niður fjölmenn mótmæli gegn stefnu stjórnvalda um útflutning á gasi. Auk forsetans fyrrverandi, sem flýði til Bandaríkjanna eftir að hann neyddist til að segja af sér í kjölfar mótmælanna, eru tveir fyrrum varnarmálaráðherrar ákærðir fyrir þjóðarmorð og þrettán fyrrum ráðherrar fyrir önnur brot í starfi. Sakborningar hafa hálft ár til að undirbúa og halda uppi vörnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×