Rússnesk peningaþvottavél Hafliði Helgason skrifar 22. júní 2005 00:01 Neikvæð umræða um íslenska fjárfesta hefur hjaðnað í Danmörku upp á síðkastið eftir að hafa verið nokkur á tímabili. Berlingske Tidende gekk lengst í neikvæðum skrifum um Íslendinga og reyndi að draga upp þá mynd að hér væri á ferðinni spilaborg þar sem dyggði að hreyfa eitt spil til þess að hún hryndi. Rangfærslurnar og skortur á eðli íslensks viðskiptalífs voru sláandi og blaðamennirnir skemmtu sér við skrifin og skelltu skollaeyrum við öllum leiðréttingum. Nú hafa breskir fjölmiðlar tekið við. Að undanförnu hafa þeir leitað skýringa á útrás íslenskra fjárfesta í Bretlandi. Nýjasta kenningin er sú að hér sé stundaður peningaþvottur fyrir rússnesku mafíuna. Þessi umræða eins fyndin og fjarstæðukennd og hún kann að hljóma getur verið skaðleg. Það er því mikilvægt að bæði utanríkisþjónustan og fleiri komi til skila hverjar séu raunverulegar ástæður þess að Íslendingar hafa kraft til að kaupa stór fyrirtæki erlendis. Fyrst er kannski að nefna að við erum meðal ríkustu þjóða heims. Hér eru þjóðartekjur á mann mjög háar. Í annan stað höfum við borið gæfu til þess að byggja upp söfnunarlífeyrissjóðskerfi. Íslenskir lífeyrissjóðir ávaxta nú yfir þúsund milljarða króna og sökum þess að meðalaldur þjóðarinnar er lágur miðað við aðrar þjóðir eru eignirnar enn í örum vexti. Næst ber að nefna einkavæðingu bankanna sem setti mikinn kraft í efnahagslífið og svo að hér er mikill hvati fyrir fyrirtæki að gera strandhögg í útlöndum. Íslenskur markaður er einfaldlega það lítill að menn verða að horfa í kringum sig til þess að fyrirtækin haldi áfram að vaxa. Stærri þjóðir finna ekki hjá sér slíka hvöt í sama mæli. Allt þetta hefur lagt lóð á vogarskálar útrásarinnar. Þeir sem nú fara fremstir í fjárfestingum erlendis hafa ekki sprottið upp eins og gorkúlur. Actavis, Baugur, Bakkavör og KB banki hafa verið í markvissri uppbyggingu og sókn um nokkurra ára skeið. Félagarnir í Samson eiga forsögu í erfiðum rekstri í Rússlandi og árangurinn þar gaf þeim það afl sem þeir þurftu til að komast á flug. Það er hins vegar bara síðasta árið sem athygli fjölmiðla í Bretlandi hefur beinst að Íslendingum og þegar þessi forsaga er ekki kunn, þá fara menn að draga alls konar undarlegar ályktanir. Kaup íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa upp á síðkastið verið fjármögnuð að stórum hluta af breskum bönkum. Það þýðir einfaldlega að þessi fyrirtæki og forkólfar þeirra hafa öðlast traust breskra banka. Baugur og Bakkavör fengu gríðarlegar fjárhæðir að láni til kaupa á Big Food og Geest. Það hefðu þessi fyrirtæki ekki fengið nema að hafa sannað getu sína til að takast á við stór verkefni. Breskir bankar eru eins og aðrir að reyna að koma peningunum sínum í vinnu, en þeir eru fráleitt peningaþvottavélar fyrir rússnesku mafíuna og ef þeir væru það þyrftu þeir varla á aðstoð Íslendinga að halda við þvottinn. Umræða sem þessi, ef hún nær að festa sig í sessi getur verið stórskaðleg og fær aukinn þunga ef á móti blæs. Og það mun sannarlega einhvern tímann blása á móti. Þess vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir að þessi mýta verði langlíf, því máttur mýtunnar er mikill. Svo mikill að nái hún miklum styrk er ómögulegt fyrir alla heimsins skynsemi að kveða hana niður.Hafliði Helgason - haflidi@markadurinnn.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða um íslenska fjárfesta hefur hjaðnað í Danmörku upp á síðkastið eftir að hafa verið nokkur á tímabili. Berlingske Tidende gekk lengst í neikvæðum skrifum um Íslendinga og reyndi að draga upp þá mynd að hér væri á ferðinni spilaborg þar sem dyggði að hreyfa eitt spil til þess að hún hryndi. Rangfærslurnar og skortur á eðli íslensks viðskiptalífs voru sláandi og blaðamennirnir skemmtu sér við skrifin og skelltu skollaeyrum við öllum leiðréttingum. Nú hafa breskir fjölmiðlar tekið við. Að undanförnu hafa þeir leitað skýringa á útrás íslenskra fjárfesta í Bretlandi. Nýjasta kenningin er sú að hér sé stundaður peningaþvottur fyrir rússnesku mafíuna. Þessi umræða eins fyndin og fjarstæðukennd og hún kann að hljóma getur verið skaðleg. Það er því mikilvægt að bæði utanríkisþjónustan og fleiri komi til skila hverjar séu raunverulegar ástæður þess að Íslendingar hafa kraft til að kaupa stór fyrirtæki erlendis. Fyrst er kannski að nefna að við erum meðal ríkustu þjóða heims. Hér eru þjóðartekjur á mann mjög háar. Í annan stað höfum við borið gæfu til þess að byggja upp söfnunarlífeyrissjóðskerfi. Íslenskir lífeyrissjóðir ávaxta nú yfir þúsund milljarða króna og sökum þess að meðalaldur þjóðarinnar er lágur miðað við aðrar þjóðir eru eignirnar enn í örum vexti. Næst ber að nefna einkavæðingu bankanna sem setti mikinn kraft í efnahagslífið og svo að hér er mikill hvati fyrir fyrirtæki að gera strandhögg í útlöndum. Íslenskur markaður er einfaldlega það lítill að menn verða að horfa í kringum sig til þess að fyrirtækin haldi áfram að vaxa. Stærri þjóðir finna ekki hjá sér slíka hvöt í sama mæli. Allt þetta hefur lagt lóð á vogarskálar útrásarinnar. Þeir sem nú fara fremstir í fjárfestingum erlendis hafa ekki sprottið upp eins og gorkúlur. Actavis, Baugur, Bakkavör og KB banki hafa verið í markvissri uppbyggingu og sókn um nokkurra ára skeið. Félagarnir í Samson eiga forsögu í erfiðum rekstri í Rússlandi og árangurinn þar gaf þeim það afl sem þeir þurftu til að komast á flug. Það er hins vegar bara síðasta árið sem athygli fjölmiðla í Bretlandi hefur beinst að Íslendingum og þegar þessi forsaga er ekki kunn, þá fara menn að draga alls konar undarlegar ályktanir. Kaup íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa upp á síðkastið verið fjármögnuð að stórum hluta af breskum bönkum. Það þýðir einfaldlega að þessi fyrirtæki og forkólfar þeirra hafa öðlast traust breskra banka. Baugur og Bakkavör fengu gríðarlegar fjárhæðir að láni til kaupa á Big Food og Geest. Það hefðu þessi fyrirtæki ekki fengið nema að hafa sannað getu sína til að takast á við stór verkefni. Breskir bankar eru eins og aðrir að reyna að koma peningunum sínum í vinnu, en þeir eru fráleitt peningaþvottavélar fyrir rússnesku mafíuna og ef þeir væru það þyrftu þeir varla á aðstoð Íslendinga að halda við þvottinn. Umræða sem þessi, ef hún nær að festa sig í sessi getur verið stórskaðleg og fær aukinn þunga ef á móti blæs. Og það mun sannarlega einhvern tímann blása á móti. Þess vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir að þessi mýta verði langlíf, því máttur mýtunnar er mikill. Svo mikill að nái hún miklum styrk er ómögulegt fyrir alla heimsins skynsemi að kveða hana niður.Hafliði Helgason - haflidi@markadurinnn.is
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun