Erlent

Tugþúsundir í verkfallshug

Viðbúið er að verkföll hafi mikil áhrif á franskt þjóðfélag í vikunni. Lestarstarfsmenn hófu verkfall á miðnætti síðustu nótt og hyggjast ekki snúa aftur til starfa fyrr en á fimmtudagsmorgun. Með þessu vilja þeir mótmæla áformum um að segja upp 3.500 starfsmönnum. Stjórn frönsku járnbrautanna kemur saman á morgun og fjallar um uppsagnirnar. Fleiri hafa boðað verkfall en lestarstarfsmenn. Starfsmenn póstsins ætla í verkfall í dag, skurðlæknar á morgun og í kjölfarið fylgja kennarar, sálfræðingar og starfsmenn á bráðadeildum sjúkrahúsa svo nokkrir hópar séu nefndir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×