Erlent

Zhao Zhiang látinn

Zhao Zhiang, fyrrverandi leiðtogi kommúnista í Kína, lést í nótt 85 ára að aldri. Dánarorsökin hefur ekki verið gefin upp en að sögn fréttamiðla í Kína hafði leiðtoginn fyrrverandi þjáðst af hjartakvillum og öndunarfærasjúkdómum um skeið. Zhiang var í stofufangelsi í fimmtán ár eftir að honum hafði verið komið frá völdum í kjölfar byltingarinnar á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Zhiang féll í ónáð hjá flokksfélögum sínum fyrir að láta undan þöglum mótmælendum og var vikið af valdastóli fyrir vikið. Síðast sást til hans opinberlega í maí árið 1989 þar sem hann brast í grát er hann ræddi við stúdenta í hungurverkfalli og sagði: „Ég brást of seint við.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×