Erlent

140 slasast í lestarslysi

Um 140 manns slösuðust, sumir lífshættulega, þegar troðfullri farþegalest var ekið á tóma flutningalest í neðanjarðarlestarkerfinu í Bangkok í Taílandi í morgun. Skelfing greip um sig meðal farþeganna sem ruddust út úr lestarvögnunum eftir áreksturinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en aðeins er hálft ár síðan lestarkerfið var tekið í notkun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×