Innlent

Aukin þjónusta á Vísi

Vefmiðillinn Vísir er nú farinn að bjóða upp á gagnvirkt sjónvarpsefni og beinar útsendingar frá viðburðum á Netinu í stafrænum gæðum í gegnum VefTV. Í tilkynningu frá 365 miðlum segir að nú þegar séu um 300 þættir og kvikmyndir í boði fyrir neytendur ásamt fréttum, fréttatengdu efni og kappleikjum í beinni útsendingu. Til þess að geta nýtt sér þjónustuna þarf fólk að hafa ADSL-tengingu en einnig er hægt að horfa á Vef TV í gegnum sjónvarp með tengingu um nettengda tölvu. Hluti af því sjónvarpsefni sem verður í boði verður án endurgjalds en stefnt er að því að fjölga efni á VefTV jafnt og þétt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×