Sport

Sigur hjá Guðmundi og Malmö

Guðmundur Stephensen og félagar hans í Malmö unnu í gær Eslövs með fimm vinningum gegn tveimur í úrslitum um sænska meistaratitilinn í borðtennis. Guðmundur var maðurinn á bak við sigur Malmö en hann sigraði í báðum sínum leikjum. Hann lagði Mattias Anderson að velli 3-2 og sömu úrslit urðu þegar hann sigraði sænska landsliðsmanninn Robert Svensson. Eslövs vann tvo fyrstu leikina í úrslitunum en þetta var fyrsti sigur Malmö. Liðin eigast við í fjórða leiknum í Malmö á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×