Erlent

Herréttur brýtur gegn stjórnarskrá

Héraðsdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að herrétturinn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum í herstöðinni við Guantanamo-flóa á Kúbu bryti gegn stjórnarskránni. Joyce Hens Green dómari úrskurðaði einnig að fangarnir nytu verndar bandarísku stjórnarskrárinnar. Rúmlega 540 mönnum hefur verið haldið í herstöðinni frá því að ráðist var inn í Afganistan síðla árs 2001 í kjölfar árásanna á Bandaríkin 11. september sama ár, en mönnunum er gefið að sök að vera annaðhvort al-Qaida liðar eða að hafa barist með talibönum gegn bandaríska innrásarliðinu í Afganistan. Úrskurður Green er talinn nokkuð áfall fyrir stjórn George Bush Bandaríkjaforseta sem hefur haldið því fram að fangarnir hafi engan stjórnarskrárbundinn rétt, en úrskurðurinn er þó ekki talinn boða endalok deilna um stöðu fanga í herstöðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×