Erlent

Bófi reyndist vera saklaus drengur

Lögreglan í Sandefjord í Noregi var kölluð út þegar sást til manns með lambhúshettu í bíl við Torp-flugvöllinn. Löreglumenn, gráir fyrir járnum, þustu á vettvang og hugðust handsama manninn en í ljós kom að hinn ægilegi hryðjuverkamaður var tólf ára gamall drengur sem hafði leiðst að bíða í bílnum meðan foreldrar hans voru inni í flughöfninni að taka á móti gesti. Hann hafði því farið í hasarleik við sjálfan sig og sett á sig lambhúshettuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×