Rússarnir koma til Bandaríkjanna 31. janúar 2005 00:01 Fjöldi rússneskra njósnara í Bandaríkjunum er nú í það minnsta jafn mikill og á tímum Kalda stríðsins, og það þrátt fyrir að Rússland sé minna og máttlausara ríki en gömlu Sovétríkin. Rússarnir koma segir í fyrirsögn fréttatímaritsins TIME sem kemur út í dag og skyldi engan undra. Vitað er um í það minnsta hundrað rússneska njósnara í Bandaríkjunum, en það eru aðeins þeir njósnarar sem starfa eftir hefðbundnum og auðrekjanlegum leiðum, flestir þeirra sem sendifulltrúar í sendiráðum Rússlands. Ekki er langt um liðið síðan Bandaríkjamenn vísuðu fimmtíu rússneskum sendiráðunautum úr landi fyrir njósnir. Enginn þorir hins vegar að giska á fjölda þeirra njósnara sem sigla undir öðru fölsku flaggi, til að mynda sem kaupsýslumenn, blaðamenn og vísindamenn. Þeir eru hugsanlega betur í sveit settir að nálgast mörg þeirra leyndarmála sem Rússar vilja komast yfir, t.d. leyndardóma kjarnorkuvarnakerfisins sem Bandaríkjamenn hafa lagt mikla fjármuni í að þróa. Þeir vilja líka vita hver langtímastefna bandarískra stjórnvalda er gagnvart Rússlandi og helstu nágrönnum: fyrrverandi Sovétlýðveldum, Kína og Miðausturlöndum. Rússar eru einnig sagðir hafa mikinn áhuga á tæknibúnaði sem má nota bæði í iðnaði og öðru af því tagi en einnig í vopnaframleiðslu. Þeir eru sagðir hafa stofnað þúsundir gervifyrirtækja til að kaupa slík gögn, oft í gegnum þriðja ríkið. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 breyttust áherslur alríkislögreglunnar FBI, en hún stjórnar njósnaraveiðum innan Bandaríkjanna. Minni áhersla var lögð á slíkt starf, sem var þá álitið veigaminna í ljósi breyttrar heimsmyndar. Athyglin beindist fremur að hryðjuverkamönnum en nú hafa yfirmenn FBI vaknað upp við vondan draum, segir í TIME, og fyrirskipað að gagnnjósnurum verði fjölgað þegar í stað. Erlent Fréttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Fjöldi rússneskra njósnara í Bandaríkjunum er nú í það minnsta jafn mikill og á tímum Kalda stríðsins, og það þrátt fyrir að Rússland sé minna og máttlausara ríki en gömlu Sovétríkin. Rússarnir koma segir í fyrirsögn fréttatímaritsins TIME sem kemur út í dag og skyldi engan undra. Vitað er um í það minnsta hundrað rússneska njósnara í Bandaríkjunum, en það eru aðeins þeir njósnarar sem starfa eftir hefðbundnum og auðrekjanlegum leiðum, flestir þeirra sem sendifulltrúar í sendiráðum Rússlands. Ekki er langt um liðið síðan Bandaríkjamenn vísuðu fimmtíu rússneskum sendiráðunautum úr landi fyrir njósnir. Enginn þorir hins vegar að giska á fjölda þeirra njósnara sem sigla undir öðru fölsku flaggi, til að mynda sem kaupsýslumenn, blaðamenn og vísindamenn. Þeir eru hugsanlega betur í sveit settir að nálgast mörg þeirra leyndarmála sem Rússar vilja komast yfir, t.d. leyndardóma kjarnorkuvarnakerfisins sem Bandaríkjamenn hafa lagt mikla fjármuni í að þróa. Þeir vilja líka vita hver langtímastefna bandarískra stjórnvalda er gagnvart Rússlandi og helstu nágrönnum: fyrrverandi Sovétlýðveldum, Kína og Miðausturlöndum. Rússar eru einnig sagðir hafa mikinn áhuga á tæknibúnaði sem má nota bæði í iðnaði og öðru af því tagi en einnig í vopnaframleiðslu. Þeir eru sagðir hafa stofnað þúsundir gervifyrirtækja til að kaupa slík gögn, oft í gegnum þriðja ríkið. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 breyttust áherslur alríkislögreglunnar FBI, en hún stjórnar njósnaraveiðum innan Bandaríkjanna. Minni áhersla var lögð á slíkt starf, sem var þá álitið veigaminna í ljósi breyttrar heimsmyndar. Athyglin beindist fremur að hryðjuverkamönnum en nú hafa yfirmenn FBI vaknað upp við vondan draum, segir í TIME, og fyrirskipað að gagnnjósnurum verði fjölgað þegar í stað.
Erlent Fréttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira