Erlent

Forseti Ítalíu leitar hófanna

Forseti Ítalíu hóf viðræður við formenn ítölsku þingflokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Silvio Berlusconi forsætisráðherra baðst lausnar á miðvikudag, en sagðist hafa í hyggju að mynda aðra ríkisstjórn. Carlo Azeglio Ciampi forseti á tvo kosti í stöðunni; hann getur annað hvort rofið þing og boðað til kosninga eða valið einhvern til að mynda nýja stjórn sem situr þar til kjörtímabilinu lýkur um mitt næsta ár. Berlusconi virðist viss um að geta myndað nýja stjórn vandræðalaust, en ítalskir stjórnmálaskýrendur segja að það muni krefjast mikillar jafnvægislistar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×