Leikhlé fyrir Gerhard og Joschka 7. september 2005 00:01 Þýska kosningabaráttan - Henryk M. Broder Í fyrsta sinn á 40 ára fullveldisferli mínum mun ég í komandi kosningum ekki kjósa þýska jafnaðarmannaflokkinn SPD. Heldur ekki græningja. Ég var of lengi eitt af þessum sjálfgefnu atkvæðum, sem hefði jafnvel kosið kústskaft, svo fremi það hefði borið merkimiðann "rauð-grænt". Í fyrstu af sannfæringu - það væri einfaldlega enginn kjósanlegur valkostur við SPD - síðar vegna þess að maður leit svo á að flokkurinn væri illskárri en hinir. Þegar Schröder varð kanslari og Fischer utanríkisráðherra fékk ég snert af þýsku stolti: Land þar sem sonur skúringakonu og bílaverksmiðju-verkamaður getur náð svo langt: slíkt land er betra en sá orðstír sem fer af því. Og þá fór að halla undan fæti. Á meðan Schröder kepptist við að halda PDS (arftakaflokki austur-þýskra kommúnista) í fjarlægð sýndu héraðshöfðingjar hans engar hömlur á að efna til stjórnarsamstarfs við nafnbreyttu kommúnistana. Með þessu var PDS ekki aðeins gerður "húsum hæfur" heldur var líka endurlífgaður "þjóðlegur sósíalismi". Afleiðingarnar blasa núna alls staðar við, "Ossivæðing" Sambandslýðveldisins (Ossi=Austur-Þjóðverji) heldur áfram hröðum skrefum. Austurhluti landsins, sem búið er að endurbyggja og dæla fullan af fjárstyrkjum, kvartar yfir "nýlenduvæðingu" úr vestri. Fyrrverandi borgarar Austur-Þýskalands kalla ekki aðeins eftir "félagslegri hengikoju" fyrir alla heldur heimta þeir líka að einhver ruggi þeim í henni. Oskar Lafontaine, sem var einu sinni kanslaraefni SPD en er nú á atkvæðaveiðum fyrir PDS og vestur-þýska meðreiðarsveina þeirra, talar um "erlenda verkamenn" sem taki störf frá þýskum atvinnuleysingjum, Franz Müntefering, formaður SPD, talar um hálaunaða stjórnendur sem "engisprettur" sem mergsjúgi allan þrótt úr þýskum fyrirtækjum. Og man einhver eftir ýktum and-amerískum yfirlýsingum frú Däubler-Gmelin (fyrrverandi ráðherra úr SPD) og herra Stiegler (áberandi þingmanns úr vinstriarmi SPD)? Nei? Það er líka best að þau orð séu gleymd. Schröder og Fischer eru sennilega mestu hæfileikamennirnir í hópi stjórnmálamanna Berlínarlýðveldisins og eru í persónulegum viðkynnum einstaklega þægilegir, fyndnir og skemmtilegir. En þeir eru líka því miður algerir tækifærissinnar. Schröder kallaði ísraelskar árásir á Hisbollah-búðir "óásættanlegar", úrslit svindl-kosninganna í Úkraínu aftur á móti "ásættanleg", til þess að halda Pútín vini sínum góðum. Fischer tókst að vera sá fyrsti sem óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með handtöku Saddams Husseins, sá sami Fischer og hefði helst persónulega stillt sér í veg fyrir bandarísku skriðdrekana til þess að hindra för þeirra til Bagdad. Það má vera að slíkar mótsagnir tilheyri hversdagsrútínu stjórnmálanna, í mínum augum eru þær samt "óásættanlegar". Schröder og Fischer hafa með sinni afkáralegu pólitík skákað sjálfum sér út í horn, sem þeir komast ekki út úr nema kjósendur gefi þeim færi á því. Í stjórnarandstöðu. Þar geta þeir horft í eigin barm, gert yfirbót og velt fyrir sér hvernig þeir geta gert hlutina öðruvísi og betur. Báðir eru tiltölulega ungir, Fischer undir sextugu, Schröder rétt yfir því. Eftir fjögur eða átta ár geta þeir stigið fram aftur, því þá verður Angela Merkel orðin þreytt og útbrunnin. Ég óska þeim báðum endurnærandi leikhlés. Þess vegna kýs ég í fyrsta sinn CDU 18. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þýska kosningabaráttan - Henryk M. Broder Í fyrsta sinn á 40 ára fullveldisferli mínum mun ég í komandi kosningum ekki kjósa þýska jafnaðarmannaflokkinn SPD. Heldur ekki græningja. Ég var of lengi eitt af þessum sjálfgefnu atkvæðum, sem hefði jafnvel kosið kústskaft, svo fremi það hefði borið merkimiðann "rauð-grænt". Í fyrstu af sannfæringu - það væri einfaldlega enginn kjósanlegur valkostur við SPD - síðar vegna þess að maður leit svo á að flokkurinn væri illskárri en hinir. Þegar Schröder varð kanslari og Fischer utanríkisráðherra fékk ég snert af þýsku stolti: Land þar sem sonur skúringakonu og bílaverksmiðju-verkamaður getur náð svo langt: slíkt land er betra en sá orðstír sem fer af því. Og þá fór að halla undan fæti. Á meðan Schröder kepptist við að halda PDS (arftakaflokki austur-þýskra kommúnista) í fjarlægð sýndu héraðshöfðingjar hans engar hömlur á að efna til stjórnarsamstarfs við nafnbreyttu kommúnistana. Með þessu var PDS ekki aðeins gerður "húsum hæfur" heldur var líka endurlífgaður "þjóðlegur sósíalismi". Afleiðingarnar blasa núna alls staðar við, "Ossivæðing" Sambandslýðveldisins (Ossi=Austur-Þjóðverji) heldur áfram hröðum skrefum. Austurhluti landsins, sem búið er að endurbyggja og dæla fullan af fjárstyrkjum, kvartar yfir "nýlenduvæðingu" úr vestri. Fyrrverandi borgarar Austur-Þýskalands kalla ekki aðeins eftir "félagslegri hengikoju" fyrir alla heldur heimta þeir líka að einhver ruggi þeim í henni. Oskar Lafontaine, sem var einu sinni kanslaraefni SPD en er nú á atkvæðaveiðum fyrir PDS og vestur-þýska meðreiðarsveina þeirra, talar um "erlenda verkamenn" sem taki störf frá þýskum atvinnuleysingjum, Franz Müntefering, formaður SPD, talar um hálaunaða stjórnendur sem "engisprettur" sem mergsjúgi allan þrótt úr þýskum fyrirtækjum. Og man einhver eftir ýktum and-amerískum yfirlýsingum frú Däubler-Gmelin (fyrrverandi ráðherra úr SPD) og herra Stiegler (áberandi þingmanns úr vinstriarmi SPD)? Nei? Það er líka best að þau orð séu gleymd. Schröder og Fischer eru sennilega mestu hæfileikamennirnir í hópi stjórnmálamanna Berlínarlýðveldisins og eru í persónulegum viðkynnum einstaklega þægilegir, fyndnir og skemmtilegir. En þeir eru líka því miður algerir tækifærissinnar. Schröder kallaði ísraelskar árásir á Hisbollah-búðir "óásættanlegar", úrslit svindl-kosninganna í Úkraínu aftur á móti "ásættanleg", til þess að halda Pútín vini sínum góðum. Fischer tókst að vera sá fyrsti sem óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með handtöku Saddams Husseins, sá sami Fischer og hefði helst persónulega stillt sér í veg fyrir bandarísku skriðdrekana til þess að hindra för þeirra til Bagdad. Það má vera að slíkar mótsagnir tilheyri hversdagsrútínu stjórnmálanna, í mínum augum eru þær samt "óásættanlegar". Schröder og Fischer hafa með sinni afkáralegu pólitík skákað sjálfum sér út í horn, sem þeir komast ekki út úr nema kjósendur gefi þeim færi á því. Í stjórnarandstöðu. Þar geta þeir horft í eigin barm, gert yfirbót og velt fyrir sér hvernig þeir geta gert hlutina öðruvísi og betur. Báðir eru tiltölulega ungir, Fischer undir sextugu, Schröder rétt yfir því. Eftir fjögur eða átta ár geta þeir stigið fram aftur, því þá verður Angela Merkel orðin þreytt og útbrunnin. Ég óska þeim báðum endurnærandi leikhlés. Þess vegna kýs ég í fyrsta sinn CDU 18. september næstkomandi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun