Innlent

Annríki hjá slökkviliði Reykjavíkur

Mikið annríki var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Tilkynnt var um mikinn reyk í íbúð við Hringbraut um kl. 22.30 í gærkvöld. Í fyrstu var talið að maður væri meðvitundalaus í íbúðinni en þegar slökkvilið kom á staðinn hafði nágranni aðstoðað manninn við að komast út og sakaði hann ekki. Skömmu síðar var slökkviliðið kallað út að íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Torfufell. Þegar á staðinn var komið kom í ljós um eld í útigrilli var að ræða sem auðveldlega gekk að slökkva. Í alla nótt hefur svo verið mikið um sjúkraflutninga vegna veikinda og var þessi vakt að sögn vaktstjóra mjög annasöm og erfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×