Innlent

Öryrki í mótmælasvelti

Öryrki í Reykjavík er í mótmælasvelti vegna bágra kjara öryrkja - og segir hungurverkfall einu mótmælin sem öryrkjar hafi efni á.

Sonja R Haralds hefur nú svelt sig í að verða tvær vikur til að mótmæla bágri stöðu sinni og annarra öryrkja. Sjálf hefur hún glímt við geðsjúkdóma og verið öryrki í að tuttugu ár. Hún segir tryggingabætur sínar ekki hrökkva fyrir nauðsynjum og segist nú kominn í þrot.

Sonja neytir aðeins vatns og tes meðan á hungurverkfallinu stendur og segir andlega heilsu sína góða þó verulega sé dregið af henni og hún geti ekki lengur farið út vegna slappleika. Hún er jólabarn eins og heimili hennar ber merki. Jólin verða þó að bíða.

"Það verða engin jól hjá mér í ár," sagði Sonja í samtali við NFS í dag.

Nánar verður rætt við Sonju og son hennar í fréttum NFS klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×