Græðgi hins fégjarna 20. október 2005 00:01 Græðgi er ekki góð - Gunnar Karlsson prófessor"Græðgi hins fégjarna tekur aldrei enda". Þessi orð meistara Jóns Vídalín komu upp í hug mér þegar ég las lofgerð Geirs Ágústssonar verkfræðings um græðgina hér í Fréttablaðinu 8. október síðastliðinn, meðal annars þetta: "Græðgi hins gráðuga er það tæki sem hvetur sóknina í átt að bættum lífsgæðum okkar hinna áfram. Því fleiri sem vilja græða því fleiri munu bæta lífskjör sín."Hér er boðuð kenning sem vissulega er ríkjandi á Íslandi. En ég held að hún leiði okkur á hættulegar götur. Fyrst er það að magn þess sem Geir kallar lífsgæði reynist ekki einhlítt til að auka lífshamingju. Þetta hefur auðvitað oft verið sagt áður og iðulega notað sem röksemd fyrir afturhaldsemi. En það er einfaldlega satt, sama hvað við reynum að kreista aftur augun fyrir því. Þegar alþýða Vesturlanda var að leggja upp í baráttu sína fyrir betri kjörum, á 19. öld, hélt fólk að almenningur gæti náð lífskjarastigi þar sem hann yndi glaður við sitt.Óánægja hyrfi, kjaradeilur hyrfu, glæpir hyrfu. Það urðu hin miklu vonbrigði 20. aldarinnar að þetta stig fannst ekki. Líkamleg vanlíðan af sulti, kulda og vissum sjúkdómum hefur minnkað, en við höfum ekki nálgast það að fullnægja "þörfum" okkar.Þjóðarframleiðsla á hvern Íslending þrefaldaðist á fyrri helmingi 20. aldar og þrefaldaðist svo aftur á síðari helmingnum. Einstæð móðir í verkalýðsstétt hefur örugglega meiri tekjur nú, þótt talið sé á föstu verðlagi, en stöndugar fjölskyldur höfðu um miðja 20. öld. En líf hennar er ekki að sama skapi auðveldara af því að samfélag hennar gerir meiri kröfur til hennar.Fátæktarmörkin lyftast í takt við meðaltalið. Þó búum við Vesturlandabúar í litlu, ofur-auðugu horni heimsins. Við látum venjulega eins og það sé spurning um tíma hvenær hinir nái okkur, en hvað mundi það kosta? Um 60% af íbúum heimsins búa í fátækum samfélögum þar sem meðaltekjur eru um 340 Bandaríkjadollarar á íbúa á ári. Um 25% búa í meðaltekjusamfélögum með um 2.500 dollara og 15% í auðugum samfélögum með yfir 20.000 dollara í tekjur.Í þessum tölum mun ekki vera tekið tillit til þess að í fátækum löndum er verðlag að jafnaði lægra þannig að allt að þrefalt meira af vörum fæst fyrir dollarann. Ef svo er má áætla að 340 dollarar þeirra fátæku jafngildi 1.000 dollurum hjá okkur og 2.500 dollarar miðflokksins 7.500 dollurum okkar. Samt þyrfti að tuttugufalda „lífsgæði" Geirs Ágústssonar hjá 60% jarðarbúa og þrefalda þau hjá miðflokknum til þess að þeir næðu okkur. Í grófum dráttum jafngilda þessi „lífsgæði" neyslu og þar með notkun á orku og auðlindum.Útkoman yrði sú að orku- og auðlindanotkun mannkynsins þyrfti að fjórfaldast áður en það næði allt á það stig sem við köllum mannsæmandi lífskjör. Hvernig færi það með ósonlagið? Hver yrðu gróðurhúsaáhrif þess? Það kæmi líklega aldrei í ljós því að orkugjafar jarðarinnar þrytu áður en að því kæmi.Eigum við þá að hætta að hugsa um mannkynið í heild og rækta okkar eigin græðgi einna?Við auðmannagötur evrópskra borga standa raðir vígbúinna kastala fólks sem er innilokað í eigin auðlegð. Í rauninni erum við Vesturlandabúar allir í svona kastala; við sjáum hann bara sjaldan því að við erum inni í honum. Við múra hans er háð stöðug, blóðug styrjöld, til dæmis á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eða Spánar og Norður-Afríku, þar sem fátæka fólkið að sunnan er að sækja inn í ríku löndin fyrir norðan. Þessari styrjöld hljótum við að tapa, meðal annars af því að vörn okkar stríðir gegn þeim hugmyndum um mannlífið sem við viðurkennum.Við, frjálslyndir Vesturlandabúar, höfum afneitað þjóðernishyggju og kynþáttahyggju og höfum því enga gilda réttlætingu fyrir því að halda þessum gífurlega auði fyrir okkur eina. Það er álíka fáránlegt og barátta „frjálslyndra" borgaralegra karla gegn mannréttindum kvenna á 19. og 20. öld. Við erum líka álíka úrelt í ofneyslu okkar og evrópski aðallinn var áður en bylting borgarastéttarinnar og lýðræðisþróunin skall á álfunni. Þegar við sjáum hallirnar sem þessi aðall bjó í undrumst við hvernig fólk gat haft smekk til að búa í slíkum ferlíkjum, og það meðan bændalýðurinn bjó í hreysum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Græðgi er ekki góð - Gunnar Karlsson prófessor"Græðgi hins fégjarna tekur aldrei enda". Þessi orð meistara Jóns Vídalín komu upp í hug mér þegar ég las lofgerð Geirs Ágústssonar verkfræðings um græðgina hér í Fréttablaðinu 8. október síðastliðinn, meðal annars þetta: "Græðgi hins gráðuga er það tæki sem hvetur sóknina í átt að bættum lífsgæðum okkar hinna áfram. Því fleiri sem vilja græða því fleiri munu bæta lífskjör sín."Hér er boðuð kenning sem vissulega er ríkjandi á Íslandi. En ég held að hún leiði okkur á hættulegar götur. Fyrst er það að magn þess sem Geir kallar lífsgæði reynist ekki einhlítt til að auka lífshamingju. Þetta hefur auðvitað oft verið sagt áður og iðulega notað sem röksemd fyrir afturhaldsemi. En það er einfaldlega satt, sama hvað við reynum að kreista aftur augun fyrir því. Þegar alþýða Vesturlanda var að leggja upp í baráttu sína fyrir betri kjörum, á 19. öld, hélt fólk að almenningur gæti náð lífskjarastigi þar sem hann yndi glaður við sitt.Óánægja hyrfi, kjaradeilur hyrfu, glæpir hyrfu. Það urðu hin miklu vonbrigði 20. aldarinnar að þetta stig fannst ekki. Líkamleg vanlíðan af sulti, kulda og vissum sjúkdómum hefur minnkað, en við höfum ekki nálgast það að fullnægja "þörfum" okkar.Þjóðarframleiðsla á hvern Íslending þrefaldaðist á fyrri helmingi 20. aldar og þrefaldaðist svo aftur á síðari helmingnum. Einstæð móðir í verkalýðsstétt hefur örugglega meiri tekjur nú, þótt talið sé á föstu verðlagi, en stöndugar fjölskyldur höfðu um miðja 20. öld. En líf hennar er ekki að sama skapi auðveldara af því að samfélag hennar gerir meiri kröfur til hennar.Fátæktarmörkin lyftast í takt við meðaltalið. Þó búum við Vesturlandabúar í litlu, ofur-auðugu horni heimsins. Við látum venjulega eins og það sé spurning um tíma hvenær hinir nái okkur, en hvað mundi það kosta? Um 60% af íbúum heimsins búa í fátækum samfélögum þar sem meðaltekjur eru um 340 Bandaríkjadollarar á íbúa á ári. Um 25% búa í meðaltekjusamfélögum með um 2.500 dollara og 15% í auðugum samfélögum með yfir 20.000 dollara í tekjur.Í þessum tölum mun ekki vera tekið tillit til þess að í fátækum löndum er verðlag að jafnaði lægra þannig að allt að þrefalt meira af vörum fæst fyrir dollarann. Ef svo er má áætla að 340 dollarar þeirra fátæku jafngildi 1.000 dollurum hjá okkur og 2.500 dollarar miðflokksins 7.500 dollurum okkar. Samt þyrfti að tuttugufalda „lífsgæði" Geirs Ágústssonar hjá 60% jarðarbúa og þrefalda þau hjá miðflokknum til þess að þeir næðu okkur. Í grófum dráttum jafngilda þessi „lífsgæði" neyslu og þar með notkun á orku og auðlindum.Útkoman yrði sú að orku- og auðlindanotkun mannkynsins þyrfti að fjórfaldast áður en það næði allt á það stig sem við köllum mannsæmandi lífskjör. Hvernig færi það með ósonlagið? Hver yrðu gróðurhúsaáhrif þess? Það kæmi líklega aldrei í ljós því að orkugjafar jarðarinnar þrytu áður en að því kæmi.Eigum við þá að hætta að hugsa um mannkynið í heild og rækta okkar eigin græðgi einna?Við auðmannagötur evrópskra borga standa raðir vígbúinna kastala fólks sem er innilokað í eigin auðlegð. Í rauninni erum við Vesturlandabúar allir í svona kastala; við sjáum hann bara sjaldan því að við erum inni í honum. Við múra hans er háð stöðug, blóðug styrjöld, til dæmis á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eða Spánar og Norður-Afríku, þar sem fátæka fólkið að sunnan er að sækja inn í ríku löndin fyrir norðan. Þessari styrjöld hljótum við að tapa, meðal annars af því að vörn okkar stríðir gegn þeim hugmyndum um mannlífið sem við viðurkennum.Við, frjálslyndir Vesturlandabúar, höfum afneitað þjóðernishyggju og kynþáttahyggju og höfum því enga gilda réttlætingu fyrir því að halda þessum gífurlega auði fyrir okkur eina. Það er álíka fáránlegt og barátta „frjálslyndra" borgaralegra karla gegn mannréttindum kvenna á 19. og 20. öld. Við erum líka álíka úrelt í ofneyslu okkar og evrópski aðallinn var áður en bylting borgarastéttarinnar og lýðræðisþróunin skall á álfunni. Þegar við sjáum hallirnar sem þessi aðall bjó í undrumst við hvernig fólk gat haft smekk til að búa í slíkum ferlíkjum, og það meðan bændalýðurinn bjó í hreysum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun