Erlent

Rúta með Houston-búum sprakk

Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir að rúta sprakk sem í voru ellilífeyriþegar sem voru að flýja frá Houston til Dallas vegna fellibylsins Rítu. Hátt í fimmtíu manns voru í rútunni og stöðvaðist umferð um hríð vegna slyssins. Yfirvöld hafa boðið upp á rútuferðir fyrir íbúa sem ekki eiga þess kost að komast af sjálfsdáðum af svæðinu þar sem búist er við því að Rita gangi yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×