Erlent

Upplifir hræðslu hjá fólki

Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á flugvellinum í Houston í Texas, segist upplifa nokkra hræðslu og streitu hjá fólki sem reynir nú að flýja borgina vegna fellibylsins Rítu. Fyrirmælin sem yfirvöld gefa núna eru að þeir sem ekki eru þegar flúnir eigi að halda kyrru fyrir í borginni en reyna að koma sér fyrir í byggingu þar sem burðarvirkið sé sterkt. Um 20 klukkustundir eru þangað til Ríta á að skella á en hennar er þegar farið að gæta; við ströndina við Galveston er öldugangur orðinn töluverður og yfirborð sjávar hefur hækkað að sögn Ingólfs. Hundruð þúsund manna eru föst í bílaröðum, margir bensínlausir, og vatn er orðið af skornum skammti en óljóst er með matarbirgðir. Ingólfur segir flugfélög hafa fjölgað flugferðum og flogið er bara þangað sem hægt er hverju sinni, og helst sem stysta leið en úr hættu. Hótel eru notuð sem skjólshús og þá hefur Rauði krossinn komið upp neyðarskýlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×