Erlent

Hefja brátt prófun á bóluefni

Fyrirtæki í Ástralíu hyggst í næsta mánuði hefja prófun á bóluefni gegn þeim stofni fuglaflensunnar sem dregið getur fólk til dauða. Að sögn talsmanns fyrirtækisins CLS, sem er með stærstu framleiðendum blóðvökva í heiminum, stendur til að prófa bóluefnið á 400 sjálfboðaliðum og er von á niðurstöðum áður en árið er liðið. Staðfest hefur verið að 64 hafi látist af völdum H5N1-stofns fuglaflensunnar í Asíu á tveimur árum, en nýlega hafa fjórir látist af völdum veikinnar í Indónesíu og ellefu eru á sjúkrahúsi með einkenni hennar. Ef tilraunir með bóluefnið reynast árangursríkar er vonast til að hægt verði að byrja að framleiða það innan sex vikna frá því að niðurstöður fást, en alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld óttast að fuglaflensan geti orðið að heimsfaraldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×