Sport

Framtíð Grétars óráðin

Grétar er samningsbundinn Víkingi til ársins 2007 en hann var lánaður frá félaginu til Vals eftir að Víkingur féll í 1.deild á síðustu leiktíð. Eftir góða frammistöðu hjá Víkingi fór Grétar til Vals en Víkingur vildi aðeins láta hann frá sér á lánssamningi.  "Ég er leikmaður Víkings en auðvitað heillar að spila með Val í Evrópukeppninni. Þetta hefur verið skemmtilegt sumar og ég hlakka mikið til laugardagsins þegar við spilum til úrslita í VISA-bikarkeppninni. Eftir þann leik skýrast mín mál og ég mun ekki taka neinar ákvarðanir fyrr en þá." Grétar hefur verið einn af máttarstólpum Valsliðsins í sumar og búast má við því að hann verði lykilmaður hjá Víkingi á næsta ári ef hann verður ekki áfram hjá Val. Róbert Agnarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir það vera vilja Víkings að fá Grétar til baka. "Það liggur í augum uppi að við viljum fá Grétar aftur til Víkings, annars hefðum við nú ekki verið að leigja hann til annars félags. En við höfum ekki rætt við Grétar enda er hann að spila með Val og verður að ljúka tímabilinu áður en framhaldið er rætt." Edvard Börkur Edvardsson , formaður knattspyrnudeildar Vals, vill ólmur halda Grétari áfram hjá Val. "Það er vilji okkar að halda Grétari í okkar röðum. Hann er góður leikmaður og hefur staðið sig vel síðan hann kom til Vals, bæði innan vallar og utan. En það verður ekkert hugsað um þessi mál fyrr en eftir bikarúrslitaleikinn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×