Sport

Mete áfram í Keflavík

Keflvíkingar kættust í gær þegar varnarmaðurinn Guðmundur Viðar Mete skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Guðmundur gekk til liðs við Keflavík um mitt sumarið en hann hafði leikið í Svíþjóð síðustu ár. Koma Guðmundar styrkti lið Keflvíkinga mikið enda höfðu þeir verið í vandræðum með að manna miðvarðarstöðurnar hjá liðinu. Guðmundur segist ekki vera búinn að gefa atvinnumannadrauminn upp á bátinn þrátt fyrir að hafa framlengt við Keflavík en hann líti á félagið sem góðan stökkpalll í atvinnumennsku.Næst á dagskrá hjá Keflavík er að ganga frá þjálfaramálunum en fastlega er búist við því að Kristján Guðmundsson haldi áfram með liðið enda náði hann góðum árangri í sumar þrátt fyrir að hafa tekið við liðinu á skyndilega rétt fyrir mót er Guðjón Þórðarson sagði starfinu lausu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×