Sport

FRAM FALLIÐ Í 1. DEILD

Fram féll niður í 1. deild í dag en það varð ekki ljóst fyrr en flautað hafði verið til loka í síðasta leik dagsins í lokaumferð Landsbankadeildar karla í fótbolta í dag. Fram steinlá fyrir FH á Laugardalsvelli 5-1 þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu. Síðasta mark Tryggva sem kom á 90. mínútu varð örlagavaldur Safamýrarliðsins sem fellur með jafnmörg stig og ÍBV en Eyjamenn eru með einu marki betur í markatölu. Grindavík vann 2-1 sigur á Keflavík og bjargaði sér þannig á ævintýralegan hátt frá falli en Grindavík var í 9. sæti og tveimur stigum frá næsta liði fyrir umferðina í dag. ÍBV tapaði fyrir Fylki, 1-0 í Árbænum, ÍA náði 3. sæti deildarinnar með 2-1 sigri á KR og Þróttur sem var þegar fallið vann 1-2 útisigur á Val á Hlíðarenda. Grindavík-Keflavík 2-1 Ian Paul McShane Óli Stefán Flóventsson Guðmundur Steinarsson (KEF) Valur-Þróttur 1-2 Jens Elvar Sævarsson Kjartan Sturluson sjm. Grétar Sigfinnur Sigurðsson (Valur) ÍA-KR 2-1 Deam Martin Sigurður R Eyjólfsson Sigurvin Ólafsson (KR) Fylkir-ÍBV 1-0 Ragnar Sigurðsson Fram-FH 1-5 Tryggvi Sigurðsson 3 Auðun Helgason Ármann Smári Björnsson Ríkharður Daðason (Fram) Lokastaðan Lið  L  U  J  T  Mörk  Stig  FH 18 16 0 2 53 11 48 Valur 18 10 2 6 29 16 32 ÍA 18 10 2 6 24 20 32 Keflavík 18 7 6 5 28 31 27 Fylkir 18 8 2 8 28 28 26 KR 18 8 1 9 22 24 25 Grindavík 18 5 3 10 23 41 18 ÍBV 18 5 2 11 18 30 17 Fram 18 5 2 11 19 32 17 Þróttur 18 4 4 10 21 32 16



Fleiri fréttir

Sjá meira


×