Dramatík í Landsbankadeildinni 11. september 2005 00:01 Það gekk á ýmsu í síðari hálfleik í leikjunum fimm í Landsbankadeildinni nú áðan og fjöldi marka leit dagsins ljós á lokamínútunum. Mesta fjörið var á Laugardalsvelli, þar sem Grindvíkingar sóttu Þróttara heim og þurftu á sigri að halda. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum í Laugardalnum, en í þeim síðari opnaðist fyrir allar flóðgáttir og mörkin streymdu inn. Halldór Arnar Hilmisson kom heimamönnum yfir á 55. mínútu, en Paul McShane jafnaði metin fyrir Grindvíkinga á þeirri 76. Páll Einarsson kom Þrótti aftur yfir á 82. mínútu, en gestirnir náðu að jafna með mikilli seiglu á 90. mínútu. Það var svo Ingvi Sveinsson sem setti stórt strik í reikninginn fyrir Grindvíkinga í fallslagnum þegar hann skoraði sigurmark Þróttara, nokrum andartökum fyrir lok leiksins. Íslandsmeistarar FH máttu sætta sig við tap á heimavelli fyrir Fylkismönnum. Það var Atli Viðar Björnsson sem kom FH yfir í fyrri hálfleik, en Peter Tranberg jafnaði fyrir Fylkir eftir klukkutíma leik. Það var svo Peter Tranberg sem skemmdi nokkuð fyrir hátíðarhöldum heimamanna með því að skora sigurmark Fylkis, mínútu fyrir leikslok. FHingar gátu þó huggað sig við að taka á móti bikarnum í leikslok, enda löngu orðnir meistarar. KRingar hlutu uppreisn æru gegn erkifjendum sínum í Val og unnu góðan 2-0 sigur, þar sem Grétar Ólafur Hjartarson skoraði bæði mörk heimamanna sem réðu nýjan þjálfara í morgun. ÍBV er ekki sloppið við falldrauginn eftir 0-2 tap á heimavelli fyrir sterkum Skagamönnum. Það voru þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Andri Júlíusson sem gerðu mörk ÍA í síðari hálfleiknum. Keflvíkingar unnu svo góðan sigur á Fram í Keflavík. Hörður Sveinsson kom heimamönnum yfir á 7. mínútu og Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki eftir rúman hálftíma. Andri Fannar Ottósson minnkaði muninn fyrir Safamýrarpilta aðeins mínútu síðar, en þar við sat. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira
Það gekk á ýmsu í síðari hálfleik í leikjunum fimm í Landsbankadeildinni nú áðan og fjöldi marka leit dagsins ljós á lokamínútunum. Mesta fjörið var á Laugardalsvelli, þar sem Grindvíkingar sóttu Þróttara heim og þurftu á sigri að halda. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum í Laugardalnum, en í þeim síðari opnaðist fyrir allar flóðgáttir og mörkin streymdu inn. Halldór Arnar Hilmisson kom heimamönnum yfir á 55. mínútu, en Paul McShane jafnaði metin fyrir Grindvíkinga á þeirri 76. Páll Einarsson kom Þrótti aftur yfir á 82. mínútu, en gestirnir náðu að jafna með mikilli seiglu á 90. mínútu. Það var svo Ingvi Sveinsson sem setti stórt strik í reikninginn fyrir Grindvíkinga í fallslagnum þegar hann skoraði sigurmark Þróttara, nokrum andartökum fyrir lok leiksins. Íslandsmeistarar FH máttu sætta sig við tap á heimavelli fyrir Fylkismönnum. Það var Atli Viðar Björnsson sem kom FH yfir í fyrri hálfleik, en Peter Tranberg jafnaði fyrir Fylkir eftir klukkutíma leik. Það var svo Peter Tranberg sem skemmdi nokkuð fyrir hátíðarhöldum heimamanna með því að skora sigurmark Fylkis, mínútu fyrir leikslok. FHingar gátu þó huggað sig við að taka á móti bikarnum í leikslok, enda löngu orðnir meistarar. KRingar hlutu uppreisn æru gegn erkifjendum sínum í Val og unnu góðan 2-0 sigur, þar sem Grétar Ólafur Hjartarson skoraði bæði mörk heimamanna sem réðu nýjan þjálfara í morgun. ÍBV er ekki sloppið við falldrauginn eftir 0-2 tap á heimavelli fyrir sterkum Skagamönnum. Það voru þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Andri Júlíusson sem gerðu mörk ÍA í síðari hálfleiknum. Keflvíkingar unnu svo góðan sigur á Fram í Keflavík. Hörður Sveinsson kom heimamönnum yfir á 7. mínútu og Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki eftir rúman hálftíma. Andri Fannar Ottósson minnkaði muninn fyrir Safamýrarpilta aðeins mínútu síðar, en þar við sat.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira