Innlent

Reynt við heimsmet á laugardag

Grafarvogsbúar ætla að reyna að setja nýtt heimsmet í fjöldasippi við Egilshöll á laugardag. Kínverjar settu núgildandi heimsmet þegar tvö þúsund fjögur hundruð sjötíu og fjórir sippuðu samtímis í Hong Kong í janúar á þessu ári. Grafarvogsdagurinn er á laugardag og er þema dagsins hreyfing. Er stefnt að því að setja heimsmet sem er viðurkennt og skráð í heimsmetabók Guinnes undir nafninu; mesti fjöldi sem sippað hefur samtímis. Talið verður inn á afgirt svæði á íþróttavöllunum við Egilshöll á laugardag og til þess að slá eldra metið, verður að sippa stanslaust í þrjár mínútur og má enginn má taka lengra hlé en 10 sekúndur á þeim tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×