Innlent

Í opinberri heimsókn í Búlgaríu

Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í Búlgaríu hófst í morgun, en forsetinn er þar í boði Georgis Parvanovs, forseta landsins. Ólafur Ragnar verður meðal annars viðstaddur landsleik Búlgara og Íslendinga í forkeppni HM knattspyrnu sem fram fer í kvöld. Auk þess mun hann eiga viðræður við ráðamenn í tengslum við sókn íslenskra fyrirtækja í Búlgaríu og kynna sér forvarnir gegn fíkniefnum, en forseti Íslands er verndari evrópsks samstarfsverkefnis á þeim vettvangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×