Innrás einangrunarsinnanna 5. september 2005 00:01 Nú eru nærri fjögur ár liðin frá 11. september 2001. Ein leið til þess að rifja upp hvaða stefnu utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur tekið frá þessum hræðilega degi er með því að bera upp spurningu: Í hversu miklum mæli hefur stefnan verið mörkuð af pólitískum gildum og menningu Bandaríkjanna og að hversu miklu leyti hefur hún verið mörkuð af kenjum núverandi forseta og stjórnar hans. Í kjölfarið á 11. september er freistandi að sjá samhengi á milli hins bandaríska hugsanaháttar og utanríkisstefnu ríkisstjórnar Bush forseta, það hafa margir gert. Við Bandaríkjamenn höfum löngum gripið til þess að standa þétt saman á ögurstundum og gefið okkur út fyrir að vera ákafir hugsjónamenn. Þrátt fyrir þetta er það er það ekki pólitísk meðvitund, þrýstingur eða nauðung frá bandarískum almenningi sem hefur hefur haft hvað mest áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar eftir 11. september. Strax á eftir árásunum hefðu Bandaríkjamenn leyft Bush forseta að leiða sig í fjölmargar áttir því þjóðin var reiðubúin að færa fórnir og taka mikla áhættu. Stjórn Bush forseta bað ekki um neinar fórnir frá hinum almenna borgara, en eftir að Talibanastjórnin hafði verið lögð að velli á snarpan hátt tók stjórnin heldur betur til sinna ráða með því að ráðast inn í Írak og leysa þannig hvimleitt vandamál sem einungis tengdist al-Kaída á lauslegan hátt. Með ákvörðun sinni glataði stjórn Bush því umboði sem hún hafði fengið frá meirihluta Bandaríkjamanna eftir 11. september. Á sama tíma urðu margir af helstu ráðamönnum Bush-stjórnarinnar fráhverfir henni, og hafa margir þeirra tekið það upp hjá sér að vera í vægri andstöðu við bandarísk áhrif í heiminum, sem aftur hefur kynt hefur undir andúð á Bandaríkjunum í Miðausturlöndum. Í stað innrásarinnar hefði stjórn Bush átt að mynda bandalag með öðrum lýðræðisríkjum sem hefði unnið að því að berjast gegn ólýðræðislegum hugmyndum í Miðausturlöndum. Stjórn Bush hefði getað hert á efnahagshöftunum á Írak og tryggt það að vopnaeftirlitsmenn hefðu fengið að komast inn í landið, og losnað við að fara í stríð. Stjórnin hefði einnig getað haft frumkvæði að stofnun nýrra alþjóðlegra samtaka til að berjast gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Allar þessar leiðir hefðu verið rökréttar út frá hefðum bandarískrar utanríkisstefnu í gegnum tíðina. Bush og ríkisstjórn hans tók hins vegar þá ákvörðun á að breyta á annan hátt. Bandarískur almenningur hefur ekki reynt að hindra framkvæmd þeirra ákvarðana sem Bush-stjórnin hefur tekið, né hefur hefðin í bandarískri utanríkisstefnu haft þar áhrif á. Mikið hefur verið gert með þá hugmynd að Bush sæki meirihluta fylgis síns til trúarlegra róttæklinga í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna, sem myndi pólitískan grunn fyrir einstrengingslega utanríkisstefnu hans. Einnig hefur verið talað um að aukinn fjöldi íhaldssamra kristinna manna í Bandaríkjunum ákvarði utanríkissstefnu forsetans. Eðli og mikilvægi þessara þátta hefur hins vegar verið stórlega ýkt. Of miklu púðri hefur verið eytt í að velta fyrir sér þessum röngu áhrifavöldum á stefnu ríkisstjórnar Bush og því hefur öðrum stefnumarkandi þáttum verið of lítill gaumur gefinn. Bush-stjórnin fékk stuðning frá nýíhaldsmönnum innan Repúblikanaflokksins, sem sjálfa skortir pólitískt bakland en sem veita þó nokkurn vitsmunalegan slagkraft, og frá því sem Walter Russell Mead kallar "Bandaríki Jacksons", bandarískum þjóðernissinnum sem aðhyllast öfgafulla einangrunarstefnu út frá eðlishvötum sínum. Tilviljanir juku svo á þetta einkennilega bandalag. Þegar ekki tókst að finna kjarnorkuvopn í Írak og þegar ekki hafði tekist að færa sönnur á viðeigandi tengsl á milli Saddams Husseins og al-Kaída, réttlætti Bush forseti, um það leyti sem hann hóf seinna kjörtímabil sitt, stríðið algerlega með rökum nýíhaldsmanna; sem lið í hugmyndafræðilegri stefnu um pólitískar breytingar í Miðausturlöndum. Hinir pólitísku stuðningsmenn Bush í Bandaríkjunum, sem eru uppspretta fyrir meirihluta þeirra hermanna sem eru að berjast og deyja í Írak, hafa ekki eðlislæga tilhneigingu til að aðhyllast slíka stefnu en myndu hins vegar aldrei snúa baki við leiðtoganum í miðju stríði, sérstaklega ekki ef stríðið er vænlegt til að skila árangri. Þetta stríðsbandalag er hins vegar viðkvæmt og berskjaldað fyrir óhöppum. Ef pólitískir stuðningsmenn Bush byrja að líta svo á að ekki sé hægt að ná sigri í stríðinu, eða að það hafi verið mistök að hefja það til að byrja með, verður lítill stuðningur í framtíðinni við utanríkisstefnu sem hefur það að markmiði að útbreiða lýðræði í heiminum. Það gæti svo aftur haft á áhrif á forsetaprófkjörið í Repúblikanaflokknum árið 2008 sem svo aftur gæti haft áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna í framtíðinni. Er okkur að mistakast í Írak? Það er ennþá óvíst. Bandaríkin geta haft stjórn á aðstæðunum hernaðarlega svo lengi sem þau kjósa en vilji hins almenna Bandaríkjamanns til að halda nauðsynlegum fjölda hermanna í Írak er takmarkaður. Landhernum, sem eingöngu er mannaður sjálfboðaliðum, var aldrei ætlað að taka þátt í að berja niður langa uppreisn, og mannekla og agavandamál steðja bæði að landhernum og landgönguliði flotans. Þrátt fyrir að stuðningur almennings við veru hersins í Írak sé stöðugur er líklegt að rekstrarlegar aðstæður muni gera það að verkum að ríkisstjórnin neyðist til að fækka í herliðinu innan árs. Utanríkisstefna Bandaríkjanna - Francis Fukuyama Það virðist allt benda til þess að ólíklegt sé að sterk og einörð ríkisstjórn verði mynduð í Írak á næstunni því ekki hefur tekist að tryggja stuðning Súnní-múslíma á stjórnarskránni auk þess sem misbrestir eru í hópi Sjíta-múslíma. Á næstunni verður aðalvandamálið að koma í veg fyrir að ólíkir hagsmunahópar notist frekar við eigin hersveitir til verndunar en við stjórnarherinn. Ef Bandaríkin kalla herlið sitt frá Írak of snemma mun ástandið versna til muna í landinu. Slík ákvörðun myndi koma af stað keðjuverkun óæskilegra atburða sem enn frekar munu draga úr trúverðugleika Bandaríkjanna um allan heim og tryggja það að Bandaríkin munu þurfa að hafa áframhaldandi áhyggjur af Miðausturlöndum, sem kann að koma niður á öðrum svæðum, til dæmis Asíu, um ókomin ár. Við vitum ekki hvernig málum mun lykta í Írak. Hins vegar vitum við að fjórum árum eftir 11. september stendur utanríkisstefna Bandaríkjanna með því eða fellur hver niðurstaðan verður í stríði sem er aðeins lauslega tengt þeim sem réðst á Bandaríkin þennan dag. Þetta stríð var ekki óumflýjanlegt. Það ber að sjá eftir því af heilum hug. Francis Fukuyama er prófessor í John Hopkins School of Advanced International Studies í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú eru nærri fjögur ár liðin frá 11. september 2001. Ein leið til þess að rifja upp hvaða stefnu utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur tekið frá þessum hræðilega degi er með því að bera upp spurningu: Í hversu miklum mæli hefur stefnan verið mörkuð af pólitískum gildum og menningu Bandaríkjanna og að hversu miklu leyti hefur hún verið mörkuð af kenjum núverandi forseta og stjórnar hans. Í kjölfarið á 11. september er freistandi að sjá samhengi á milli hins bandaríska hugsanaháttar og utanríkisstefnu ríkisstjórnar Bush forseta, það hafa margir gert. Við Bandaríkjamenn höfum löngum gripið til þess að standa þétt saman á ögurstundum og gefið okkur út fyrir að vera ákafir hugsjónamenn. Þrátt fyrir þetta er það er það ekki pólitísk meðvitund, þrýstingur eða nauðung frá bandarískum almenningi sem hefur hefur haft hvað mest áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar eftir 11. september. Strax á eftir árásunum hefðu Bandaríkjamenn leyft Bush forseta að leiða sig í fjölmargar áttir því þjóðin var reiðubúin að færa fórnir og taka mikla áhættu. Stjórn Bush forseta bað ekki um neinar fórnir frá hinum almenna borgara, en eftir að Talibanastjórnin hafði verið lögð að velli á snarpan hátt tók stjórnin heldur betur til sinna ráða með því að ráðast inn í Írak og leysa þannig hvimleitt vandamál sem einungis tengdist al-Kaída á lauslegan hátt. Með ákvörðun sinni glataði stjórn Bush því umboði sem hún hafði fengið frá meirihluta Bandaríkjamanna eftir 11. september. Á sama tíma urðu margir af helstu ráðamönnum Bush-stjórnarinnar fráhverfir henni, og hafa margir þeirra tekið það upp hjá sér að vera í vægri andstöðu við bandarísk áhrif í heiminum, sem aftur hefur kynt hefur undir andúð á Bandaríkjunum í Miðausturlöndum. Í stað innrásarinnar hefði stjórn Bush átt að mynda bandalag með öðrum lýðræðisríkjum sem hefði unnið að því að berjast gegn ólýðræðislegum hugmyndum í Miðausturlöndum. Stjórn Bush hefði getað hert á efnahagshöftunum á Írak og tryggt það að vopnaeftirlitsmenn hefðu fengið að komast inn í landið, og losnað við að fara í stríð. Stjórnin hefði einnig getað haft frumkvæði að stofnun nýrra alþjóðlegra samtaka til að berjast gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Allar þessar leiðir hefðu verið rökréttar út frá hefðum bandarískrar utanríkisstefnu í gegnum tíðina. Bush og ríkisstjórn hans tók hins vegar þá ákvörðun á að breyta á annan hátt. Bandarískur almenningur hefur ekki reynt að hindra framkvæmd þeirra ákvarðana sem Bush-stjórnin hefur tekið, né hefur hefðin í bandarískri utanríkisstefnu haft þar áhrif á. Mikið hefur verið gert með þá hugmynd að Bush sæki meirihluta fylgis síns til trúarlegra róttæklinga í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna, sem myndi pólitískan grunn fyrir einstrengingslega utanríkisstefnu hans. Einnig hefur verið talað um að aukinn fjöldi íhaldssamra kristinna manna í Bandaríkjunum ákvarði utanríkissstefnu forsetans. Eðli og mikilvægi þessara þátta hefur hins vegar verið stórlega ýkt. Of miklu púðri hefur verið eytt í að velta fyrir sér þessum röngu áhrifavöldum á stefnu ríkisstjórnar Bush og því hefur öðrum stefnumarkandi þáttum verið of lítill gaumur gefinn. Bush-stjórnin fékk stuðning frá nýíhaldsmönnum innan Repúblikanaflokksins, sem sjálfa skortir pólitískt bakland en sem veita þó nokkurn vitsmunalegan slagkraft, og frá því sem Walter Russell Mead kallar "Bandaríki Jacksons", bandarískum þjóðernissinnum sem aðhyllast öfgafulla einangrunarstefnu út frá eðlishvötum sínum. Tilviljanir juku svo á þetta einkennilega bandalag. Þegar ekki tókst að finna kjarnorkuvopn í Írak og þegar ekki hafði tekist að færa sönnur á viðeigandi tengsl á milli Saddams Husseins og al-Kaída, réttlætti Bush forseti, um það leyti sem hann hóf seinna kjörtímabil sitt, stríðið algerlega með rökum nýíhaldsmanna; sem lið í hugmyndafræðilegri stefnu um pólitískar breytingar í Miðausturlöndum. Hinir pólitísku stuðningsmenn Bush í Bandaríkjunum, sem eru uppspretta fyrir meirihluta þeirra hermanna sem eru að berjast og deyja í Írak, hafa ekki eðlislæga tilhneigingu til að aðhyllast slíka stefnu en myndu hins vegar aldrei snúa baki við leiðtoganum í miðju stríði, sérstaklega ekki ef stríðið er vænlegt til að skila árangri. Þetta stríðsbandalag er hins vegar viðkvæmt og berskjaldað fyrir óhöppum. Ef pólitískir stuðningsmenn Bush byrja að líta svo á að ekki sé hægt að ná sigri í stríðinu, eða að það hafi verið mistök að hefja það til að byrja með, verður lítill stuðningur í framtíðinni við utanríkisstefnu sem hefur það að markmiði að útbreiða lýðræði í heiminum. Það gæti svo aftur haft á áhrif á forsetaprófkjörið í Repúblikanaflokknum árið 2008 sem svo aftur gæti haft áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna í framtíðinni. Er okkur að mistakast í Írak? Það er ennþá óvíst. Bandaríkin geta haft stjórn á aðstæðunum hernaðarlega svo lengi sem þau kjósa en vilji hins almenna Bandaríkjamanns til að halda nauðsynlegum fjölda hermanna í Írak er takmarkaður. Landhernum, sem eingöngu er mannaður sjálfboðaliðum, var aldrei ætlað að taka þátt í að berja niður langa uppreisn, og mannekla og agavandamál steðja bæði að landhernum og landgönguliði flotans. Þrátt fyrir að stuðningur almennings við veru hersins í Írak sé stöðugur er líklegt að rekstrarlegar aðstæður muni gera það að verkum að ríkisstjórnin neyðist til að fækka í herliðinu innan árs. Utanríkisstefna Bandaríkjanna - Francis Fukuyama Það virðist allt benda til þess að ólíklegt sé að sterk og einörð ríkisstjórn verði mynduð í Írak á næstunni því ekki hefur tekist að tryggja stuðning Súnní-múslíma á stjórnarskránni auk þess sem misbrestir eru í hópi Sjíta-múslíma. Á næstunni verður aðalvandamálið að koma í veg fyrir að ólíkir hagsmunahópar notist frekar við eigin hersveitir til verndunar en við stjórnarherinn. Ef Bandaríkin kalla herlið sitt frá Írak of snemma mun ástandið versna til muna í landinu. Slík ákvörðun myndi koma af stað keðjuverkun óæskilegra atburða sem enn frekar munu draga úr trúverðugleika Bandaríkjanna um allan heim og tryggja það að Bandaríkin munu þurfa að hafa áframhaldandi áhyggjur af Miðausturlöndum, sem kann að koma niður á öðrum svæðum, til dæmis Asíu, um ókomin ár. Við vitum ekki hvernig málum mun lykta í Írak. Hins vegar vitum við að fjórum árum eftir 11. september stendur utanríkisstefna Bandaríkjanna með því eða fellur hver niðurstaðan verður í stríði sem er aðeins lauslega tengt þeim sem réðst á Bandaríkin þennan dag. Þetta stríð var ekki óumflýjanlegt. Það ber að sjá eftir því af heilum hug. Francis Fukuyama er prófessor í John Hopkins School of Advanced International Studies í Bandaríkjunum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun