Sport

Fram ræðir við Helga Sigurðsson

Knattspyrnufélagið Fram í Landsbankadeildinni hefur sett sig í samband við Helga Sigurðsson hjá AGF Árósum í Danmörku og beðið hann að ganga til liðs við Safamýrarliðið fyrir næsta tímabil. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun en þar segir einnig að fleiri félög hafi sett sig í samband við Helga sem hefur verið í atvinnumennsku ytra nær samfellt í 11 ár. Helgi er 33 ára og á að baki 56 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann hefur áður leikið hjá Fram en byrjaði hjá Víkingi R. sem verður því að teljast líklegur aðili til að vera eitt af þeim félögum sem hafa sett sig í samband við sóknarmanninn. Fram er nú áttunda árið í röð í fallbráttu úrvalsdeildar fyrir lokabaráttuna á Íslandsmótinu. Liðið er í 7. sæti með 17 stig við hlið ÍBV í 8. sæti á meðan Grindavík er í 9. sæti með 15 stig og tveimur umferðum ólokið. Ólíklegt verður að teljast að Helgi vilji koma heim úr atvinnumennsku til að leika í 1. deild með Fram svo spennandi verður að sjá hver þróunin verður á þessu máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×