Saklaust fórnarlamb drykkjuláta Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. ágúst 2005 00:01 Menningarnótt í Reykjavík er búinn að festa sig í sessi sem árviss stórviðburður. Með hverju árinu sem líður leggja fleiri leið sína í miðbæ Reykjavíkur og taka þátt í alls kyns uppákomum og viðburðum sem hafa orðið fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem menningarnóttunum hefur farið fjölgandi. Menningarnótt var upphaflega ætlað að laða fólk til miðborgarinnar, glæða hana lífi og sýna svo ekki verði um villst að menning í víðustu skilgreiningu þess orð blómstri í borginni. Þessu takmarki hefur verið náð fyrir löngu síðan en það þarf ekki að þýða að hlutverki Menningarnætur sé lokið. Áhuginn sem henni er sýndur ár hvert tekur af öll tvímæli um það að Menningarnótt er eitthvað sem við virðumst flest geta sammælst um að eigi rétt á sér. Og það sem meira er; fjöldinn vill halda menningarnótt hátíðlega. Það skýtur því óneitanlega skökku við að borgaryfirvöld blása nú til krísufunda og ræða hvort leggja skuli Menningarnótt niður eða færa hana yfir á sunnudag. Miðborgarprestur grætur inni í sér yfir þessu öllu saman og virðist helst vilja breyta Menningarnótt í sunnudagskaffiboð með pönnukökum og þeyttum rjóma. Allar þessar móðursýkislegu vangaveltur eru sprottnar upp úr hefðbundnu íslensku hópfylliríi sem skall á miðborginni með sama fallþunga og rigningin sem hófst um það leyti sem skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Maður var stunginn og ofbeldi og drykkjulæti keyrðu fram úr hófi þannig að lögreglan átti í mesta basli með að hafa stjórn á ósköpunum. Þar á bæ voru menn svo gáttaðir á þessu öllu saman að þeir vildu skrifa skrílslætin á fullt tungl. Menningarnótt stendur frá því á hádegi á laugardegi þar til laust fyrir miðnætti. Óvenjuleg nótt en að sama skapi skemmtileg. Það er því ekki við öðru að búast en að múgur og margmenni séu í miðbænum fram eftir kvöldi. Þegar flugeldasýningunni lýkur hverfa flestir heim en þeir sem ætluðu sér alltaf að drekka sig fulla, slást og gera allt vitlaust í bænum halda áfram. Þetta lið hefði mætt í bæinn vopnað og útúrdrukkið og dópað óháð því hvort Menningarnótt hafi staðið yfir fyrr um daginn eður ei. Það er því galið að ætla að láta hefðbundin skrílslæti í aðeins stærri skammti skemma það frábæra framtak sem Menningarnóttin er. Það er næstum því jafn galið og sú kenning að fyllibytturnar í miðbænum séu varúlfar holdi klæddir sem sturlast á fullu tungli. Vopnaður, sauðrukkinn og útúrdópaður skríll getur verið til vandræða allar nætur ársins, óháð menningarástandi og tunglstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Menningarnótt í Reykjavík er búinn að festa sig í sessi sem árviss stórviðburður. Með hverju árinu sem líður leggja fleiri leið sína í miðbæ Reykjavíkur og taka þátt í alls kyns uppákomum og viðburðum sem hafa orðið fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem menningarnóttunum hefur farið fjölgandi. Menningarnótt var upphaflega ætlað að laða fólk til miðborgarinnar, glæða hana lífi og sýna svo ekki verði um villst að menning í víðustu skilgreiningu þess orð blómstri í borginni. Þessu takmarki hefur verið náð fyrir löngu síðan en það þarf ekki að þýða að hlutverki Menningarnætur sé lokið. Áhuginn sem henni er sýndur ár hvert tekur af öll tvímæli um það að Menningarnótt er eitthvað sem við virðumst flest geta sammælst um að eigi rétt á sér. Og það sem meira er; fjöldinn vill halda menningarnótt hátíðlega. Það skýtur því óneitanlega skökku við að borgaryfirvöld blása nú til krísufunda og ræða hvort leggja skuli Menningarnótt niður eða færa hana yfir á sunnudag. Miðborgarprestur grætur inni í sér yfir þessu öllu saman og virðist helst vilja breyta Menningarnótt í sunnudagskaffiboð með pönnukökum og þeyttum rjóma. Allar þessar móðursýkislegu vangaveltur eru sprottnar upp úr hefðbundnu íslensku hópfylliríi sem skall á miðborginni með sama fallþunga og rigningin sem hófst um það leyti sem skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Maður var stunginn og ofbeldi og drykkjulæti keyrðu fram úr hófi þannig að lögreglan átti í mesta basli með að hafa stjórn á ósköpunum. Þar á bæ voru menn svo gáttaðir á þessu öllu saman að þeir vildu skrifa skrílslætin á fullt tungl. Menningarnótt stendur frá því á hádegi á laugardegi þar til laust fyrir miðnætti. Óvenjuleg nótt en að sama skapi skemmtileg. Það er því ekki við öðru að búast en að múgur og margmenni séu í miðbænum fram eftir kvöldi. Þegar flugeldasýningunni lýkur hverfa flestir heim en þeir sem ætluðu sér alltaf að drekka sig fulla, slást og gera allt vitlaust í bænum halda áfram. Þetta lið hefði mætt í bæinn vopnað og útúrdrukkið og dópað óháð því hvort Menningarnótt hafi staðið yfir fyrr um daginn eður ei. Það er því galið að ætla að láta hefðbundin skrílslæti í aðeins stærri skammti skemma það frábæra framtak sem Menningarnóttin er. Það er næstum því jafn galið og sú kenning að fyllibytturnar í miðbænum séu varúlfar holdi klæddir sem sturlast á fullu tungli. Vopnaður, sauðrukkinn og útúrdópaður skríll getur verið til vandræða allar nætur ársins, óháð menningarástandi og tunglstöðu.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun