Óvissuferðir með strætó Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 18. ágúst 2005 00:01 Í flestum þeim borgum sem við Íslendingar viljum bera okkur saman við er auðvelt að komast ferða sinna með strætó. Jafnvel fyrir ferðamenn. Oftast þarftu ekki annað en rölta út að næstu strætóstoppistöð og þá sérðu strax hvar þú er staddur, hvenær næsti vagn kemur og hvert hann fer. Yfirleitt er kerfið svo vel upp sett að maður lendir ekki í nokkrum vandræðum. Maður þarf ekki einu sinni að fylgjast neitt sérstaklega vel með akstursleiðinni því nafnið á næstu stoppistöð er oft kallað upp í hátalarakerfi eða þá að það birtist á skjá í vagninum. Ég hef ferðast með strætó í ýmsum borgum og hvergi lent í vandræðum. Hins vegar lenti ég í mesta basli þegar ég var nýflutt til Reykjavíkur og ætlaði að taka strætó úr Vesturbænum og upp í Breiðholt. Í strætóskýlinu sá ég ýmsar upplýsingar um ferðir strætó en samt gat ég ekki áttað mig á því hvaða vagn ég ætti að taka eða hvenær. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að stöðin sem ég var á hét ekki neitt. Ekki nóg með það að íslenskar strætóstoppistöðvar skuli upp til hópa vera nafnlausar heldur er tímataflan yfirleitt meingölluð. Á henni sérðu klukkan hvað vagninn fer frá ýmsum stórum stoppistöðvum en þú sérð hins vegar ekki klukkan hvað hann kemur á stöðina þína. Er það ekki dálítið undarlegt? Við sem þekkjum ágætlega til í Reykjavík getum reiknað í huganum hvað það tekur vagninn langan tíma að komast á milli staða. En hvað með þá sem þekkja borgina lítið sem ekkert? Útlendingur getur rölt út af Hótel Sögu og tekið strætó í bæinn. Fyrir framan hótelið er stórt skýli og þar er stærðarinnar kort af leiðakerfi strætó. Á kortinu er hins vegar enginn punktur sem sýnir hvar maður er staddur og þar sem strætóstöðin heitir heldur ekki neitt þá er ansi erfitt að átta sig á staðsetningunni. Þegar komið er upp í vagninn er ekkert kort af leiðinni sem ekin er og hvorki skilti né upphrópun sem gefur til kynna hvar vagninn stoppar næst. Ferð með strætó fyrir útlendinga eða utanbæjarfólk getur því breyst í sannkallaða óvissuferð. Það getur vissulega verið spennandi en er kannski ekki endilega það sem óskað var eftir. Það vekur furðu að á sama tíma og strætókerfið er tekið til algjörrar endurskoðunar, leiðum breytt, tímasetningar lagaðar til og stoppistöðvar færðar skuli þetta einkennilega fyrirkomulag með nafnlausu strætóstoppistöðvunum enn vera við lýði. Það getur varla verið mikið vandamál að setja nafn á stöðvarnar. Eitthvað verða þær að heita! Þú þarft að vita hvar þú ert þegar þú tekur vagninn og eins þarftu að sjá einhverja merkingu sem gefur til kynna að þú sért kominn á áfangastað. Ósjálfrátt fer maður að velta því fyrir sér hvort strætókerfið sé eingöngu hannað fyrir þá sem kunna á það og þekkja staðhætti í borginni út og inn. Á Íslandi virðist fólk skiptast í tvo hópa. Þá sem taka strætó og þá sem taka aldrei strætó. Það eru sárafáir sem taka strætó endrum og eins. Annað hvort nýtir fólk sér þessa þjónustu eða ekki. Auðvitað getur maður sökkt sér niður í leiðakerfið, aflað sér upplýsinga og lært á kerfið – ef maður nennir. Það hlýtur samt að vera æskilegt að allir, bæði Reykvíkingar og aðrir, geti stokkið upp í strætó af og til og komist á áfangastað án þess að þurfa að leggjast í mikla rannsóknarvinnu fyrst. Þegar maður röltir út á strætóstöð og ætlar taka strætó er þrennt sem maður þarf að vita: Hvar er ég? Klukkan hvað kemur næsti vagn og hvað heitir stöðin þar sem ég ætla úr? Þessar upplýsingar eru ekki til staðar í strætóskýlum borgarinnar. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í flestum þeim borgum sem við Íslendingar viljum bera okkur saman við er auðvelt að komast ferða sinna með strætó. Jafnvel fyrir ferðamenn. Oftast þarftu ekki annað en rölta út að næstu strætóstoppistöð og þá sérðu strax hvar þú er staddur, hvenær næsti vagn kemur og hvert hann fer. Yfirleitt er kerfið svo vel upp sett að maður lendir ekki í nokkrum vandræðum. Maður þarf ekki einu sinni að fylgjast neitt sérstaklega vel með akstursleiðinni því nafnið á næstu stoppistöð er oft kallað upp í hátalarakerfi eða þá að það birtist á skjá í vagninum. Ég hef ferðast með strætó í ýmsum borgum og hvergi lent í vandræðum. Hins vegar lenti ég í mesta basli þegar ég var nýflutt til Reykjavíkur og ætlaði að taka strætó úr Vesturbænum og upp í Breiðholt. Í strætóskýlinu sá ég ýmsar upplýsingar um ferðir strætó en samt gat ég ekki áttað mig á því hvaða vagn ég ætti að taka eða hvenær. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að stöðin sem ég var á hét ekki neitt. Ekki nóg með það að íslenskar strætóstoppistöðvar skuli upp til hópa vera nafnlausar heldur er tímataflan yfirleitt meingölluð. Á henni sérðu klukkan hvað vagninn fer frá ýmsum stórum stoppistöðvum en þú sérð hins vegar ekki klukkan hvað hann kemur á stöðina þína. Er það ekki dálítið undarlegt? Við sem þekkjum ágætlega til í Reykjavík getum reiknað í huganum hvað það tekur vagninn langan tíma að komast á milli staða. En hvað með þá sem þekkja borgina lítið sem ekkert? Útlendingur getur rölt út af Hótel Sögu og tekið strætó í bæinn. Fyrir framan hótelið er stórt skýli og þar er stærðarinnar kort af leiðakerfi strætó. Á kortinu er hins vegar enginn punktur sem sýnir hvar maður er staddur og þar sem strætóstöðin heitir heldur ekki neitt þá er ansi erfitt að átta sig á staðsetningunni. Þegar komið er upp í vagninn er ekkert kort af leiðinni sem ekin er og hvorki skilti né upphrópun sem gefur til kynna hvar vagninn stoppar næst. Ferð með strætó fyrir útlendinga eða utanbæjarfólk getur því breyst í sannkallaða óvissuferð. Það getur vissulega verið spennandi en er kannski ekki endilega það sem óskað var eftir. Það vekur furðu að á sama tíma og strætókerfið er tekið til algjörrar endurskoðunar, leiðum breytt, tímasetningar lagaðar til og stoppistöðvar færðar skuli þetta einkennilega fyrirkomulag með nafnlausu strætóstoppistöðvunum enn vera við lýði. Það getur varla verið mikið vandamál að setja nafn á stöðvarnar. Eitthvað verða þær að heita! Þú þarft að vita hvar þú ert þegar þú tekur vagninn og eins þarftu að sjá einhverja merkingu sem gefur til kynna að þú sért kominn á áfangastað. Ósjálfrátt fer maður að velta því fyrir sér hvort strætókerfið sé eingöngu hannað fyrir þá sem kunna á það og þekkja staðhætti í borginni út og inn. Á Íslandi virðist fólk skiptast í tvo hópa. Þá sem taka strætó og þá sem taka aldrei strætó. Það eru sárafáir sem taka strætó endrum og eins. Annað hvort nýtir fólk sér þessa þjónustu eða ekki. Auðvitað getur maður sökkt sér niður í leiðakerfið, aflað sér upplýsinga og lært á kerfið – ef maður nennir. Það hlýtur samt að vera æskilegt að allir, bæði Reykvíkingar og aðrir, geti stokkið upp í strætó af og til og komist á áfangastað án þess að þurfa að leggjast í mikla rannsóknarvinnu fyrst. Þegar maður röltir út á strætóstöð og ætlar taka strætó er þrennt sem maður þarf að vita: Hvar er ég? Klukkan hvað kemur næsti vagn og hvað heitir stöðin þar sem ég ætla úr? Þessar upplýsingar eru ekki til staðar í strætóskýlum borgarinnar. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun