Hver græðir og hver tapar? 10. ágúst 2005 00:01 Mál Andra Teitssonar, sem neitað var um fæðingarorlof hjá KEA, hefur hleypt illu blóði í marga og komið af stað umræðu um feðraorlof. Yfirmenn fyrirtækisins létu þá skoðun sína í ljós að þeir teldu að lög um fæðingarorlof ættu ekki að gilda um menn í lykilstöðum og spurningin er af hverju ekki? Af hverju getur maður í lykilstöðu ekki farið frá starfi í nokkra mánuði til að sinna nýfæddu barni? Getur virkilega enginn leyst hann af og er engin leið fyrir hann að setja sig inn í málin aftur að fríi loknu? Ef maðurinn er svona mikilvægur og ómissandi, af hverju er ekki allt gert til að halda í hann? Væri það ekki fyrirtækinu til framdráttar? Að vissu leyti er það skiljanlegt að það sé erfitt fyrir stórt fyrirtæki að missa frá sér mann í lykilstöðu. Það kostar tíma og peninga að þjálfa annan mann í starfið, og þá sérstaklega ef það er bara í nokkra mánuði. Það væri auðvitað best fyrir fyrirtækið að missa aldrei góðan mann úr vinnu, á sama hátt og það væri best að engin framleiðslutæki biluðu, og best væri að hleypa fólki aldrei í sumarfrí og láta það vinna allan sólarhringinn. Og best væri að þurfa aldrei að greiða desemberuppbót, eða eyða peningum í auglýsingar, eða kaupa síma og tölvur, best væri ef fyrirtækið þyrfti aldrei að eyða neinum peningum. Raunin er hins vegar sú að útgjöld eru hluti af rekstri og fæðingarorlof er einfaldlega meðal nauðsynlegra útgjalda, og þarf að viðurkenna sem slíkt. Það eru kröfur samtímans. Hagsmunir fyrirtækisins annars vegar og fjölskyldunnar hins vegar eiga erfitt með að mætast þegar fyrirtækið sleppir ekki taki á starfsmanni sínum svo hann geti sinnt skyldu sinni gagnvart fjölskyldunni þegar mest á reynir. Hægt er að velta því fyrir sér hvort karlmanni væri mætt með jafn mikilli hörku ef eiginkonan hefði fallið frá og hann ætti ekki annarra kosta völ en að þurfa að sjá um börnin. Samfélagið gerir enn ráð fyrir því að börnin séu fyrst og fremst á ábyrgð móðurinnar og ef feðrum er meinað að taka fæðingarorlof þýðir það aðeins að atvinnurekendum þykir það nóg að móðirin sé heima við og það sé nóg að barnið hljóti umhyggju foreldra sinna aðeins í sex mánuði. Vissulega er ekki hægt að þræta fyrir það að ábyrgðin hvíli meira á konunni til að byrja með af þeirri einföldu líffræðilegu ástæðu að það er hún sem elur barnið og fæðir, en barneignir eru ekki sérstakt gæluverkefni kvenna. Börn eru ekki fjandmenn atvinnulífsins þó þau haldi foreldrum sínum stundum frá vinnu. Ekki má gleyma að börnin eru framtíðin, framtíðarviðskiptavinir fyrirtækjanna og jafnvel framtíðarstarfsmenn. Það er ansi mikilvægt að það sé til fólk eftir nokkur ár. Fyrirtækin og atvinnurekendur græða á því að börn fæðist. Hvað myndi gerast ef börn hættu að koma í heiminn því fólk á barneignaaldri sér sér ekki fært að komast frá vinnu til að sinna barni? Þau rök að faðirinn þurfi að fá tækifæri til að kynnast barninu sínu eru oft einu rökin sem notuð eru til stuðnings fæðingarorlofi fyrir feður. Það eru góð og gild rök, en sumum þykir þau ekki nægja. Jafnframt hafa feður verið ásakaðir um að misnota kerfið til þess eins að græða peninga, og þeir geri lítið annað í orlofinu en að slappa af og hafa það gott. Oft vill það þó gleymast að það er heilmikið starf að sjá um ungbarn og þá sérstaklega ef fleiri börn eru á heimilinu. Það er ekki langt síðan hjón fóru að búa einsömul með sínum börnum. Það er ekki langt síðan stórfjölskyldur bjuggu saman og studdu við bakið á hver annarri þegar börnin komu í heiminn. Vandamál er komið upp þar sem fjölskyldur eiga í flestum tilfellum ekki annan kost en að hafa báða foreldrana útivinnandi. Og það er enginn heima til að hjálpa til. Móðirinn er því oftar en ekki alein heima við með barnið. Orlof feðra snýst því ekki bara um að þeir séu heima til að kynnast barninu sínu, heldur til að aðstoða við það mikla verk sem fylgir því að sinna því, vegna þess að barnið er alveg jafnmikið á ábyrgð feðra og mæðra. Þar sem stórfjölskyldan býr ekki lengur öll undir sama þaki og afi og amma eru útivinnandi er það samfélagið í heild sinni sem verður að taka á sig þá ábyrgð að rétta hjálparhönd með því að auðvelda foreldrum að sinna nýfæddu barni sínu. Og ekki bara nýfæddu, heldur einnig þegar fram í sækir, því börnin skipta máli. Fæðingarorlof karla er nýtt af nálinni og er eðlilegt að það taki smá tíma að það þyki sjálfsagður hlutur. Aftur á móti er það sorglegt ef atvinnulífið getur ekki unnt karlkyns starfsmönnum sínum að taka fæðingarorlof eins og þeir eiga fullan rétt á. Ef starfsmaðurinn er það góður að fyrirtækið geti ekki hugsað sér að missa hann, væri þá ekki vænlegt að gera allt til að auðvelda honum að takast á við fjölskyldulífið? Það skilar enn betri starfsmanni og allir græða. Þau fyrirtæki sem spyrna gegn fæðingarorlofi feðra tapa svo miklu meira en bara starfsmanni.Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Mál Andra Teitssonar, sem neitað var um fæðingarorlof hjá KEA, hefur hleypt illu blóði í marga og komið af stað umræðu um feðraorlof. Yfirmenn fyrirtækisins létu þá skoðun sína í ljós að þeir teldu að lög um fæðingarorlof ættu ekki að gilda um menn í lykilstöðum og spurningin er af hverju ekki? Af hverju getur maður í lykilstöðu ekki farið frá starfi í nokkra mánuði til að sinna nýfæddu barni? Getur virkilega enginn leyst hann af og er engin leið fyrir hann að setja sig inn í málin aftur að fríi loknu? Ef maðurinn er svona mikilvægur og ómissandi, af hverju er ekki allt gert til að halda í hann? Væri það ekki fyrirtækinu til framdráttar? Að vissu leyti er það skiljanlegt að það sé erfitt fyrir stórt fyrirtæki að missa frá sér mann í lykilstöðu. Það kostar tíma og peninga að þjálfa annan mann í starfið, og þá sérstaklega ef það er bara í nokkra mánuði. Það væri auðvitað best fyrir fyrirtækið að missa aldrei góðan mann úr vinnu, á sama hátt og það væri best að engin framleiðslutæki biluðu, og best væri að hleypa fólki aldrei í sumarfrí og láta það vinna allan sólarhringinn. Og best væri að þurfa aldrei að greiða desemberuppbót, eða eyða peningum í auglýsingar, eða kaupa síma og tölvur, best væri ef fyrirtækið þyrfti aldrei að eyða neinum peningum. Raunin er hins vegar sú að útgjöld eru hluti af rekstri og fæðingarorlof er einfaldlega meðal nauðsynlegra útgjalda, og þarf að viðurkenna sem slíkt. Það eru kröfur samtímans. Hagsmunir fyrirtækisins annars vegar og fjölskyldunnar hins vegar eiga erfitt með að mætast þegar fyrirtækið sleppir ekki taki á starfsmanni sínum svo hann geti sinnt skyldu sinni gagnvart fjölskyldunni þegar mest á reynir. Hægt er að velta því fyrir sér hvort karlmanni væri mætt með jafn mikilli hörku ef eiginkonan hefði fallið frá og hann ætti ekki annarra kosta völ en að þurfa að sjá um börnin. Samfélagið gerir enn ráð fyrir því að börnin séu fyrst og fremst á ábyrgð móðurinnar og ef feðrum er meinað að taka fæðingarorlof þýðir það aðeins að atvinnurekendum þykir það nóg að móðirin sé heima við og það sé nóg að barnið hljóti umhyggju foreldra sinna aðeins í sex mánuði. Vissulega er ekki hægt að þræta fyrir það að ábyrgðin hvíli meira á konunni til að byrja með af þeirri einföldu líffræðilegu ástæðu að það er hún sem elur barnið og fæðir, en barneignir eru ekki sérstakt gæluverkefni kvenna. Börn eru ekki fjandmenn atvinnulífsins þó þau haldi foreldrum sínum stundum frá vinnu. Ekki má gleyma að börnin eru framtíðin, framtíðarviðskiptavinir fyrirtækjanna og jafnvel framtíðarstarfsmenn. Það er ansi mikilvægt að það sé til fólk eftir nokkur ár. Fyrirtækin og atvinnurekendur græða á því að börn fæðist. Hvað myndi gerast ef börn hættu að koma í heiminn því fólk á barneignaaldri sér sér ekki fært að komast frá vinnu til að sinna barni? Þau rök að faðirinn þurfi að fá tækifæri til að kynnast barninu sínu eru oft einu rökin sem notuð eru til stuðnings fæðingarorlofi fyrir feður. Það eru góð og gild rök, en sumum þykir þau ekki nægja. Jafnframt hafa feður verið ásakaðir um að misnota kerfið til þess eins að græða peninga, og þeir geri lítið annað í orlofinu en að slappa af og hafa það gott. Oft vill það þó gleymast að það er heilmikið starf að sjá um ungbarn og þá sérstaklega ef fleiri börn eru á heimilinu. Það er ekki langt síðan hjón fóru að búa einsömul með sínum börnum. Það er ekki langt síðan stórfjölskyldur bjuggu saman og studdu við bakið á hver annarri þegar börnin komu í heiminn. Vandamál er komið upp þar sem fjölskyldur eiga í flestum tilfellum ekki annan kost en að hafa báða foreldrana útivinnandi. Og það er enginn heima til að hjálpa til. Móðirinn er því oftar en ekki alein heima við með barnið. Orlof feðra snýst því ekki bara um að þeir séu heima til að kynnast barninu sínu, heldur til að aðstoða við það mikla verk sem fylgir því að sinna því, vegna þess að barnið er alveg jafnmikið á ábyrgð feðra og mæðra. Þar sem stórfjölskyldan býr ekki lengur öll undir sama þaki og afi og amma eru útivinnandi er það samfélagið í heild sinni sem verður að taka á sig þá ábyrgð að rétta hjálparhönd með því að auðvelda foreldrum að sinna nýfæddu barni sínu. Og ekki bara nýfæddu, heldur einnig þegar fram í sækir, því börnin skipta máli. Fæðingarorlof karla er nýtt af nálinni og er eðlilegt að það taki smá tíma að það þyki sjálfsagður hlutur. Aftur á móti er það sorglegt ef atvinnulífið getur ekki unnt karlkyns starfsmönnum sínum að taka fæðingarorlof eins og þeir eiga fullan rétt á. Ef starfsmaðurinn er það góður að fyrirtækið geti ekki hugsað sér að missa hann, væri þá ekki vænlegt að gera allt til að auðvelda honum að takast á við fjölskyldulífið? Það skilar enn betri starfsmanni og allir græða. Þau fyrirtæki sem spyrna gegn fæðingarorlofi feðra tapa svo miklu meira en bara starfsmanni.Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar