Annars flokks borgarar? 5. ágúst 2005 00:01 Hundar og hundahald er viðkvæmt málefni. Fáir komast í meira uppnám en hundaeigendur og hundaandstæðingar þegar umræðan berst að því hvort leyfa eigi hunda í borg og bý. Hvort þeir megi hlaupa um frjálsir eða vera tjóðraðir við línu. Oft fær maður það á tilfinninguna að þeir sem taki sér það hlutverk á hendur að eiga og ala hund verði sjálfkrafa að annars flokks borgurum. Þeim eru skorður settar sem ekki einu sinni illa farnir brennuvargar sem rennur á reglulegt brennivínsæði þurfa að fylgja. Harðar reglur gilda um hundahald í borginni enda hundahald með öllu bannað og allir hundar því háðir undanþágum frá því opinbera. Þá mega hundar ekki búa hvar sem er. Til dæmis má enginn eiga hund í fjölbýlishúsi nema fá samþykki allra sem þar búa. Ef einn neitar er draumurinn um fjölskylduhundinn úr sögunni. Eitt hálmstráið hjá verðandi hundaeigindum var lengi að allar dyr stæðu opnar ef viðkomandi ætti sérinngang þótt í fjölbýlishúsi væri. En það er ekki nóg. Ef þú þarft að ganga framhjá íbúð eða nota sameiginlega stétt getur hver sá sem telur sig eiga hlut í þessari stétt sett þér stólinn fyrir dyrnar. Í raun getur sá einn átt hund óáreittur sem á einbýlishús. Ekki er nóg að eiga raðhús eða parhús því þá þarf leyfi nágranna til beggja hliða. Sjálfsagt er að hundaeigendur taki ábyrgð á dýrum sínum. Þrífi eftir þá, passi að þeir séu ekki til vandræða, trufli ekki nágranna, sleppi ekki og tæti ruslapoka hjá nábúanum. Þá er einnig sjálfsagt að borga leyfisgjald, fara á hlýðninámskeið, fara reglulega til dýralæknis og fá allar þær sprautur sem þarf. Þetta er það sem ábyrgðarfullir hundaeigendur gera. Auðvitað eru svartir sauðir meðal hundaeigenda eins og allra annarra. Þeir sem rýra orðstír annarra sem vilja gera vel. Hins vegar gengur út fyrir allan þjófabálk þegar sveitafélög taka upp á því að setja furðulegar reglur. Til dæmis var samþykkt í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps í sumar að aðeins yrði leyfilegt að halda einn hund á hverju heimili í þéttbýli. Hjálpi mér allir heilagir, á svo næst að setja frjósömu barnafólki skorður vegna þess að plássin á leikskólunum eru orðin of þétt setin? Þá var á dögunum bönnuð lausaganga hunda í einni af sveitum landsins. Má þar með segja að síðasta vígið sé fallið. Er það ekki það sem borgarbúar tönglast á til að mótmæla hundahaldi í þéttbýli. "Þessi grey eiga bara að eiga heima í sveit þar sem þeir geta verið frjálsir." Nú ættu reglum samkvæmt bændur og búalið að hafa Snata tjóðraðan á hlaðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum og afskaplega skiptar skoðanir á því hvernig eigi að standa að hundahaldi í þéttbýli. Það vekur þó spurningar hvort ekki sé óþarflega hart staðið að málum þegar gengið er um stórborgir í Þýskalandi. Þar sitja hundar allt frá poodle til sankti bernharðs við hlið eigenda sinna á kaffihúsum, í almenningsvögnum og veitingastöðum og enginn hreyfir mótmælum. Fær maður reyndar stundum á tilfinninguna að hundar séu betur séðir þar í landi en börn. Sólveig Gísladóttir - solveig@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Skoðanir Sólveig Gísladóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Hundar og hundahald er viðkvæmt málefni. Fáir komast í meira uppnám en hundaeigendur og hundaandstæðingar þegar umræðan berst að því hvort leyfa eigi hunda í borg og bý. Hvort þeir megi hlaupa um frjálsir eða vera tjóðraðir við línu. Oft fær maður það á tilfinninguna að þeir sem taki sér það hlutverk á hendur að eiga og ala hund verði sjálfkrafa að annars flokks borgurum. Þeim eru skorður settar sem ekki einu sinni illa farnir brennuvargar sem rennur á reglulegt brennivínsæði þurfa að fylgja. Harðar reglur gilda um hundahald í borginni enda hundahald með öllu bannað og allir hundar því háðir undanþágum frá því opinbera. Þá mega hundar ekki búa hvar sem er. Til dæmis má enginn eiga hund í fjölbýlishúsi nema fá samþykki allra sem þar búa. Ef einn neitar er draumurinn um fjölskylduhundinn úr sögunni. Eitt hálmstráið hjá verðandi hundaeigindum var lengi að allar dyr stæðu opnar ef viðkomandi ætti sérinngang þótt í fjölbýlishúsi væri. En það er ekki nóg. Ef þú þarft að ganga framhjá íbúð eða nota sameiginlega stétt getur hver sá sem telur sig eiga hlut í þessari stétt sett þér stólinn fyrir dyrnar. Í raun getur sá einn átt hund óáreittur sem á einbýlishús. Ekki er nóg að eiga raðhús eða parhús því þá þarf leyfi nágranna til beggja hliða. Sjálfsagt er að hundaeigendur taki ábyrgð á dýrum sínum. Þrífi eftir þá, passi að þeir séu ekki til vandræða, trufli ekki nágranna, sleppi ekki og tæti ruslapoka hjá nábúanum. Þá er einnig sjálfsagt að borga leyfisgjald, fara á hlýðninámskeið, fara reglulega til dýralæknis og fá allar þær sprautur sem þarf. Þetta er það sem ábyrgðarfullir hundaeigendur gera. Auðvitað eru svartir sauðir meðal hundaeigenda eins og allra annarra. Þeir sem rýra orðstír annarra sem vilja gera vel. Hins vegar gengur út fyrir allan þjófabálk þegar sveitafélög taka upp á því að setja furðulegar reglur. Til dæmis var samþykkt í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps í sumar að aðeins yrði leyfilegt að halda einn hund á hverju heimili í þéttbýli. Hjálpi mér allir heilagir, á svo næst að setja frjósömu barnafólki skorður vegna þess að plássin á leikskólunum eru orðin of þétt setin? Þá var á dögunum bönnuð lausaganga hunda í einni af sveitum landsins. Má þar með segja að síðasta vígið sé fallið. Er það ekki það sem borgarbúar tönglast á til að mótmæla hundahaldi í þéttbýli. "Þessi grey eiga bara að eiga heima í sveit þar sem þeir geta verið frjálsir." Nú ættu reglum samkvæmt bændur og búalið að hafa Snata tjóðraðan á hlaðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum og afskaplega skiptar skoðanir á því hvernig eigi að standa að hundahaldi í þéttbýli. Það vekur þó spurningar hvort ekki sé óþarflega hart staðið að málum þegar gengið er um stórborgir í Þýskalandi. Þar sitja hundar allt frá poodle til sankti bernharðs við hlið eigenda sinna á kaffihúsum, í almenningsvögnum og veitingastöðum og enginn hreyfir mótmælum. Fær maður reyndar stundum á tilfinninguna að hundar séu betur séðir þar í landi en börn. Sólveig Gísladóttir - solveig@frettabladid.is
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun