Innlent

3000 á Kirkjubæjarklaustri

Hátt í þrjú þúsund manns komu á Kirkjubæjarklaustur um verslunarmannahelgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík í Mýrdal. Engin skipulögð dagskrá var þar, en mjög góðu veðri var spáð. Mannfjöldinn kom lögreglunni í opna skjöldu, en allt fór vel fram nema að nokkur ölvun var á dansleik á laugardagskvöldið. Um sex þúsund gestir voru á unglingalandsmóti UMFÍ í Vík, og því hátt í níu þúsund aðkomumenn í umdæmi Víkurlögreglunnar, sem er líklega meira en var í Vestmannaeyjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×