Erlent

Castro orðar óánægju þjóðarinnar

Fidel Castro, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun í Karl Marx leikhúsinu í Havana, höfuðborg Kúbu, í tilefni þess að fimmtíu og tvö ár eru liðin frá því hann hóf uppreisn sína í landinu sem endaði með sigri árið 1959. Í ræðu sinni, sem stóð ekki eins lengi og þær gerðu hér áður fyrr, talaði Castro um alvonda ríkisstjórn Bush og stefnu hans í stjórnmálum. Castro, sem hefur verið við stjórn á Kúbu í 46 ár viðurkenndi þó að ekki væru allir ánægðir með stefnu hans og sífellt fleiri mótmæli hafi orðið á síðustu árum á Kúbu og hafa aldrei jafn margir reynt að flýja eyjuna og nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×