Of seint í rassinn gripið? 26. júlí 2005 00:01 Í dag er KR heilum 20 stigum á eftir FH í Landsbankadeild karla og hafa þó Íslandsmeistararnir leikið einum leik færra en stórveldið í Vesturbænum. KR hefur tapað sjö leikjum af tólf í sumar og eftir síðasta tapið, gegn Keflavík, mátu stjórnarmenn KR ástandið svo að best væri að láta Magnús Gylfason fara frá félaginu. Strax í byrjun júní var byrjað að tala um stöðu Magnúsar hjá félaginu. Þrír tapleikir í röð þóttu ekki traustvekjandi á meðan FH og Valur voru að stinga af í deildinni. Svo vannst sigur á Þrótti en strax í kjölfarið voru KR-ingar kjöldregnir af Willum Þór og lærisveinum hans á Hlíðarenda. Aftur byrjaði að hitna verulega undir Magnúsi. Tap fyrir ÍA. Engin viðbrögð. Tap fyrir Fylki. Aftur ekkert. Jú, það var enn von í bikarnum - nú átti aldeilis að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda og slá Valsmenn út úr bikarnum. Allt kom fyrir ekki. Tímabilið virtist alveg búið. Smá vonarglæta er góður 4-0 sigur vannst á Fram en svo kom skellurinn gegn Keflavík. Þá fyrst var mönnum öllum lokið og skipt var um þjálfara. Metnaðurinn hjá KR er mikill. Þar á bæ vilja menn titla og ekkert annað. Sumarið hjá KR var búið og það vissu allir, leikmenn, þjálfari og stjórnarmeðlimir. Og því vaknar spurningin - hverju á þessi breyting að skila? Voru forráðamenn KR virkilega svo óánægðir með leik liðsins að þeir óttuðust að liðið myndi falla í haust? Það er eina rökrétta skýringin. Ef eitthvað annað hefði átt að vera í spilunum hefði stjórnin átt að grípa til aðgerða miklu fyrr, þegar það var að einhverju öðru að keppa en bara að bjarga sér frá falli. Eftir tapið gegn Keflavík voru tveir kostir í stöðunni. Að leyfa Magnúsi að halda áfram, bjarga því sem hægt væri að bjarga og draga einhvern lærdóm af tímabilinu sem mislukkaðist svo svakalega. Hinn kosturinn, og sá sem var valinn, er að skipta um þjálfara og maður sé fenginn til að stýra liðinu frá falli. Þótt það takist stendur lítið sem ekkert eftir af tímabilinu. Það er bara horft fram á veginn og menn klappa hver öðrum á bakið og segja vongóðir "Það hefst bara næsta tímabil". Ef stjórnarmenn KR voru með það miklar væntingar fyrir þetta sumar hefðu þeir átt að grípa til aðgerða mun fyrr. Til dæmis þegar liðið var búið að tapa tveimur leikjum af fimm og liðið búið að leika illa. Til samanburðar má nefna sumarið 1997 er Lúkas Kostic var látinn fara eftir fimm leiki. Þá hafði liði unnið einn, tapað einum og gert þrjú jafntefli. Eftir að liðið skipti um þjálfara hélt það sér í efri hluta deildarinnar og vann um sumarið einn glæsilegasta útisigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni. Sumarið í ár er búið hjá KR í sem víðasta skilningi. Það eina sem er eftir er að forða liðinu frá falli og gleyma svo öllu saman sem fyrst. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Skoðun Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er KR heilum 20 stigum á eftir FH í Landsbankadeild karla og hafa þó Íslandsmeistararnir leikið einum leik færra en stórveldið í Vesturbænum. KR hefur tapað sjö leikjum af tólf í sumar og eftir síðasta tapið, gegn Keflavík, mátu stjórnarmenn KR ástandið svo að best væri að láta Magnús Gylfason fara frá félaginu. Strax í byrjun júní var byrjað að tala um stöðu Magnúsar hjá félaginu. Þrír tapleikir í röð þóttu ekki traustvekjandi á meðan FH og Valur voru að stinga af í deildinni. Svo vannst sigur á Þrótti en strax í kjölfarið voru KR-ingar kjöldregnir af Willum Þór og lærisveinum hans á Hlíðarenda. Aftur byrjaði að hitna verulega undir Magnúsi. Tap fyrir ÍA. Engin viðbrögð. Tap fyrir Fylki. Aftur ekkert. Jú, það var enn von í bikarnum - nú átti aldeilis að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda og slá Valsmenn út úr bikarnum. Allt kom fyrir ekki. Tímabilið virtist alveg búið. Smá vonarglæta er góður 4-0 sigur vannst á Fram en svo kom skellurinn gegn Keflavík. Þá fyrst var mönnum öllum lokið og skipt var um þjálfara. Metnaðurinn hjá KR er mikill. Þar á bæ vilja menn titla og ekkert annað. Sumarið hjá KR var búið og það vissu allir, leikmenn, þjálfari og stjórnarmeðlimir. Og því vaknar spurningin - hverju á þessi breyting að skila? Voru forráðamenn KR virkilega svo óánægðir með leik liðsins að þeir óttuðust að liðið myndi falla í haust? Það er eina rökrétta skýringin. Ef eitthvað annað hefði átt að vera í spilunum hefði stjórnin átt að grípa til aðgerða miklu fyrr, þegar það var að einhverju öðru að keppa en bara að bjarga sér frá falli. Eftir tapið gegn Keflavík voru tveir kostir í stöðunni. Að leyfa Magnúsi að halda áfram, bjarga því sem hægt væri að bjarga og draga einhvern lærdóm af tímabilinu sem mislukkaðist svo svakalega. Hinn kosturinn, og sá sem var valinn, er að skipta um þjálfara og maður sé fenginn til að stýra liðinu frá falli. Þótt það takist stendur lítið sem ekkert eftir af tímabilinu. Það er bara horft fram á veginn og menn klappa hver öðrum á bakið og segja vongóðir "Það hefst bara næsta tímabil". Ef stjórnarmenn KR voru með það miklar væntingar fyrir þetta sumar hefðu þeir átt að grípa til aðgerða mun fyrr. Til dæmis þegar liðið var búið að tapa tveimur leikjum af fimm og liðið búið að leika illa. Til samanburðar má nefna sumarið 1997 er Lúkas Kostic var látinn fara eftir fimm leiki. Þá hafði liði unnið einn, tapað einum og gert þrjú jafntefli. Eftir að liðið skipti um þjálfara hélt það sér í efri hluta deildarinnar og vann um sumarið einn glæsilegasta útisigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni. Sumarið í ár er búið hjá KR í sem víðasta skilningi. Það eina sem er eftir er að forða liðinu frá falli og gleyma svo öllu saman sem fyrst. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar