Sport

KR-ingar ekki sáttir við Garðar

Ef marka má heimasíðu KR eru KR-ingar ekki sáttir við frammistöðu dómarans Garðars Arnar Hinrikssonar í tapleik liðsins í átta liða úrslitum VISA-bikars karla á KR-vellinum í kvöld. Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark Vals þegar 1 mínúta og 15 sekúndur voru liðnar af uppbótartíma en Garðar hafði aðeins bætt við einni mínútu. Greinin af KR-vefnum: www.kr.is. Hversu löng er ein mínúta? Svar: Tæpar tvær mínútur samkvæmt klukku Garðars Hinrikssonar. Þegar 90. mínútan rann út gaf varadómarinn, Magnús Þórisson, merki um að einni mínútu yrði bætt við leikinn. Valsmenn skoruðu 75 sekúndum eftir að 90. mínútan rann út og Garðar flautaði leikinn af þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir 90 mínúturnar. Garðar dæmdi leikinn mjög illa að mati KR-inga og var þessi langa lokamínúta aðeins ein af mörgum sérkennilegum ákvörðunum hans í leiknum. Einn íslensku landsliðsmannanna komst upp með að segja að portúgalski dómarinn í leiknum gegn Ungverjum í vor hafi verið í rauðri treyju innanundir dómaratreyjunni. Okkur leyfist örugglega ekki að segja það sama?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×