Sport

Fékk staðfest sex ára gamalt mark

Það eru ekki allir svo heppnir að fá tilkynningu um að hafa skorað mark í fótbolta fyrir sex árum. Brasilíski sóknarmaðurinn Luizao taldi sig hafa skorað mark fyrir brasilíska liðið Corinthians gegn Olimpia frá Paragvæ. Því til sönnunar skrifaði Luizao Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku bréf og sendi að auki myndbandsupptöku af leiknum. Þar sést greinilega að Luizao skoraði markið en ekki varnarmaðurinn Kleber sem hingað til hefur verið skráður fyrir markinu. Nú hefur sannleikurinn komið í ljós og fyrir vikið er Luizao sjötti markahæsti leikmaðurinn í sögu Suður-Ameríkukeppninnar. Alls skoraði hann 15 mörk í keppninni eða jafnmörg og Antony De Avila frá Kólumbíu og Juan Carlos Sarnari frá Argentínu. Markakóngur Suður-Ameríkukeppninnar er Ekvadorinn Alberto Spencer sem skoraði á sínum ferli 54 mörk, flest þeirra með úrúgvæska liðinu Penarol.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×