Sport

Schumacher gefst ekki upp

Þýski ökuþórinn Michael Scumacher segir að keppninn um titilinn í Formúlu 1 sé langt frá því að vera lokið. Þrátt fyrir að hafa verið í stökustu vandræðum í allt sumar og 34 stigum á eftir efsta manni, Fernando Alonso, heldur Schumacher því fram að hann geti ennþá varið titilinn sem hann vann með svo miklum yfirburðum í fyrra.  "Þvert gegn því sem margir halda þá höfum við aldrei afskrifað okkur sjálfa," sagði Schumacher og átti þá við lið Ferrari. "Hlutirnir líta ekki alltof vel út en það þýðir ekki að við getum ekki bætt okkur. Við erum að vinna í því að bæta bílinn og ef það tekst mun ákveðnin og sigurviljinn í okkar liði fleyta okkur langt," segir Schumacher



Fleiri fréttir

Sjá meira


×