Sport

Sigurganga FH

Íslandsmeistarar FH héldu ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram í Lansdbankadeild karla í fótbolta þegar liðið lagði Keflavík á Kaplakrikavelli með tveimur mörkum gegn engu í gærkvöldi. Ólafur Páll Snorrason skoraði fyrsta markið eftir 67 sekúndur og þegar 16 sekúndur lifðu af síðari hálfleik skoraði Tryggvi Guðmundsson níunda mark sitt í deildinni í sumar og er markahæstur. FH er með 30 stig eftir tíu leiki. Keflavík er í þriðja sæti með 15 stig en Valsmenn eru nú níu stigum á eftir FH en á leik til góða. Þetta var þrettándi sigurleikur FH í röð í deildinni en liðið vann þrjá síðustu í fyrra. Þetta var jafnframt 26 leikur liðsins í röð án taps. Varnarmaðurinn sterki, Auðun Helgason, meiddist í fyrri hálfleik og varð að fara velli og óvíst með þáttöku hans í Evrópukeppninni á þriðjudag í Azerbajan gegn Neftchi Baku en FH liðið heldur utan á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×