Sport

Dani til reynslu hjá Fylki

Danskur knattspyrnumaður Peter Tranberg er nú staddur hjá Fylkismönnum og verður til reynslu hjá félaginu næstu daga. Tranberg er 27 ára miðjumaður og hefur allan sinn feril leikið með Álaborg í heimalandinu og á samtals 136 leiki að baki með liðinu. Ef af því verður að Fylkir semji við leikmanninn verður hann þriðji danski leikmaðurinn í herbúðum liðsins en þar eru fyrir Eric Gustafsson og Christian Christiansen en hann þekkir einmitt þann síðarnefnda sem gaf Fylki sín meðmæli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×