Sport

FH og Valur nær hnífjöfn á toppnum

FH og Valur eru næstum hnífjöfn bæði með fullt hús á toppi Landsbankadeildar karla í fótbolta eftir leiki helgarinnar en þá var fimmta umferð leikin. FH vann Þrótt á laugardag, 3-1 þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk og er nú markahæstur ídeildinni með 7 mörk í 5 leikjum. Í gærkvöldi unnu Valsmenn stórsigur á Keflvíkingum, 1-5 í Keflavík. Baldur Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Val, Matthías Guðmundsson, Atli Sveinn Þórarinsson og Garðar Gunnlaugsson gerðu eitt mark hver en Stefán Örn Arnarson gerði mark heimamanna. Þetta var fyrsti leikur Stefáns með Keflavík en hann er nýkominn frá Víkingi Reykjavík. Fylkir vann Grindavík 2-1 á Fylkisvelli. Eyjólfur Héðinsson og Hrafnkell Helgi Helgason skoruðu mörk Fylkismanna eftir að Sinisa Kekic hafði komið gestunum yfir. Og KR tapaði þrijða leik sínum í röð þegar þeir heimsóttu ÍBV út í Eyjar í gær en lokatölur urðu 2-1 fyrir ÍBV. Matthew Platt og Ian David Jeffs komu heimamönnum í 2-0 í Eyjum en Andri Ólafsson gerði sjálfsmark og minnkaði muninn fyrir KR. KR hefur ekki sigraði ÍBV í Eyjum í 9 ár. FH er efst með 15 stig eins og Valur. Fylkir er í 3. sæti með 9 stig og Fram í 4. sæti með 7 stig eins og ÍA og Keflavík. KR er í 7. sæti með 6 stig, Grindavík og ÍBV með 6 stig og Þróttur á botninum með 1 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×