Sport

Valur kynnir breytingar

Knattspyrnufélagið Valur, hverfisráð Miðborgar og hverfisráð Hlíða efna til kynningarfundar annað kvöld þar sem kynna á fyrir íbúum Hlíðasvæðis og fólki tengdu íþróttafélaginu, væntanlegar framkvæmdir á næstu vikum í nágrenninu vegna yfirstandandi uppbyggingu að Hlíðarenda. Kynningin fer fram annað kvöld, fimmtudaginn 2. júní kl. 20.00 í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Ræðumenn verða Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar sem kynnir framtíðarskipulag svæðis að Hlíðarenda og nágrenni. Ólafur Bjarnason, aðstoðarsviðstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar kynnir aðgengi að svæði Hlíðarenda og nágrennis á meðan framkvæmdum stendur og að loknum framkvæmdum. Lárus Hólm, stjórnarmaður byggingarnefndar Vals kynnir uppbyggingu íþróttamannvirkja að Hlíðarenda. Og Unnar Steinn Bjarndal, framkvæmdastjóri Vals ræðir íþróttastarf Vals á framkvæmdatíma. Opið verður fyrir umræður og fyrirspurnir og verður fundarstjóri: Grímur Sæmundsen, formaður Vals.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×