Þarf að yngja upp? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2005 19:15 Rétt eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í Kastljósinu í gær er baráttan um borgina hafin. Þingið er farið í frí og stjórnmálafréttir úr þeim geira verða fátíðari. Þess í stað munu berast okkur fréttir af því hvernig gengur í samningaviðræðum flokkanna sem mynda R-listann og hverjir vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum sem verða næsta vor. Það sem einna mest hefur verið rætt um síðan á laugardag, þegar viðtal við Gísla Martein Baldursson birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er hvort hann verði næsta "borgarstjórnarefni" Sjálfstæðismanna. Reyndar er fyrir löngu farið að ræða um slíkt sem möguleika, eða óskhyggju. Fleiri en einn og tveir fastagestir spjallþátta ýmiskonar hafa útlistað hann sem helstu von Sjálfstæðismanna til að bjarga Reykjavíkurborg frá enn einu kjörtímabili undir stjórn Reykjavíkurlistans. Gísli Marteinn er ungur, nokkuð óreyndur sem stjórnmálamaður þrátt fyrir að vera nú fyrsti varaborgarfulltrúi og því oft á fundum borgarstjórnar. Það er bara ekki sá Gísli sem við heyrum um, þekkjum og elskum, eða elskum að hata. Við, almenningur, þekkjum spjallþáttastjórnandann Gísla Martein, Eurovisionkynnirinn Gísla Martein, eða munum eftir honum úr Kastljósinu. Næstum því hvert einasta mannsbarn hér á Íslandi veit hver maðurinn er. Það eru voðalega fáir sem vita fyrir hvað hann stendur í pólitík. Allt frá því um síðustu alþingiskosningar hafa verið háværar raddir um mikilvægi þess að hafa unga fulltrúa í stjórnmálum. Það er talinn kostur að vera ungur. Hugsanlega því yngri fulltrúar séu ekki eins líklegir til að vera tengdir "flokkaspillingunni" sem sannarlega er til í hugum fólks, hvað svo sem viðkemur raunveruleikanum. Því er það talið Gísla til tekna að vera ungur, myndarlegur og þekktur. Að vera þekktur kom sér vel fyrir núverandi fylkisstjóra í Kaliforníu. Það hefur ekki reynst jafn drjúgt fyrir menn hér heima. Eyþór Arnalds bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar eftir að hafa verið varaborgarfulltrúi. Tónlistarfrægðin dugði ekki til. Jakob Frímann tók svo þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Það dugði honum ekki að allir elska Stuðmenn. Það er marg mjög frambærilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem ætlar sér stóra hluti í komandi prófkjöri. Vonandi fyrir þann tíma verða kjósendur búin að fá að kynnast stjórnmálamanninum Gísla Marteini. Annars vegar vegna þess að það er aldrei gott að kjósa eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Hins vegar hans vegna, því frægðin ein og sér er ekki líkleg til að skila honum mörgum atkvæðum ef eitthvað er að marka söguna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Rétt eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í Kastljósinu í gær er baráttan um borgina hafin. Þingið er farið í frí og stjórnmálafréttir úr þeim geira verða fátíðari. Þess í stað munu berast okkur fréttir af því hvernig gengur í samningaviðræðum flokkanna sem mynda R-listann og hverjir vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum sem verða næsta vor. Það sem einna mest hefur verið rætt um síðan á laugardag, þegar viðtal við Gísla Martein Baldursson birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er hvort hann verði næsta "borgarstjórnarefni" Sjálfstæðismanna. Reyndar er fyrir löngu farið að ræða um slíkt sem möguleika, eða óskhyggju. Fleiri en einn og tveir fastagestir spjallþátta ýmiskonar hafa útlistað hann sem helstu von Sjálfstæðismanna til að bjarga Reykjavíkurborg frá enn einu kjörtímabili undir stjórn Reykjavíkurlistans. Gísli Marteinn er ungur, nokkuð óreyndur sem stjórnmálamaður þrátt fyrir að vera nú fyrsti varaborgarfulltrúi og því oft á fundum borgarstjórnar. Það er bara ekki sá Gísli sem við heyrum um, þekkjum og elskum, eða elskum að hata. Við, almenningur, þekkjum spjallþáttastjórnandann Gísla Martein, Eurovisionkynnirinn Gísla Martein, eða munum eftir honum úr Kastljósinu. Næstum því hvert einasta mannsbarn hér á Íslandi veit hver maðurinn er. Það eru voðalega fáir sem vita fyrir hvað hann stendur í pólitík. Allt frá því um síðustu alþingiskosningar hafa verið háværar raddir um mikilvægi þess að hafa unga fulltrúa í stjórnmálum. Það er talinn kostur að vera ungur. Hugsanlega því yngri fulltrúar séu ekki eins líklegir til að vera tengdir "flokkaspillingunni" sem sannarlega er til í hugum fólks, hvað svo sem viðkemur raunveruleikanum. Því er það talið Gísla til tekna að vera ungur, myndarlegur og þekktur. Að vera þekktur kom sér vel fyrir núverandi fylkisstjóra í Kaliforníu. Það hefur ekki reynst jafn drjúgt fyrir menn hér heima. Eyþór Arnalds bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar eftir að hafa verið varaborgarfulltrúi. Tónlistarfrægðin dugði ekki til. Jakob Frímann tók svo þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Það dugði honum ekki að allir elska Stuðmenn. Það er marg mjög frambærilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem ætlar sér stóra hluti í komandi prófkjöri. Vonandi fyrir þann tíma verða kjósendur búin að fá að kynnast stjórnmálamanninum Gísla Marteini. Annars vegar vegna þess að það er aldrei gott að kjósa eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Hins vegar hans vegna, því frægðin ein og sér er ekki líkleg til að skila honum mörgum atkvæðum ef eitthvað er að marka söguna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun