Mun R-listinn lifa? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2005 19:12 Ef Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri grænir ákveða að bjóða aftur fram undir nafni Reykjavíkurlistans, verður það í fjórða sinn sem þessir flokkar bjóða ekki fram lista undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Í fyrri skiptin þrjú hefur listinn fengið um 53 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47 prósent atkvæða árið 1994, 45 prósent 1998 og 40 prósent 2002. Frjálslyndir og óháðir, sem fengu um sex prósent gildra atkvæða í síðustu kosningum, kvörnuðu mest úr fylgi sjálfstæðismanna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist nú í vikunni, studdu um 55 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi líf samstarfsins. Það er því ekki hægt að skrifa dánarvottorðið enn. Umræður milli R-lista flokkanna eru hafnar, þó lítið spyrjist út um hvernig viðræðurnar ganga. Það sem meira hefur borið á eru mótmæli ungliðahreyfinganna. Ungliðar framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna hafa allir sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að flokkur þeirra bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum að ári. Ein af merkilegri söguskýringum sem sést hefur varðandi áframhaldandi líf Reykjavíkurlistann kemur frá Framsóknarmönnum. Miðað við um 10 prósent fylgi þeirra í alþingiskosningum, fengi flokkurinn einn mann kjörinn inn í borgarstjórn. Hver veit nema 10 prósenta fylgi sé ofmetið, því síðast þegar framsóknarmenn buðu sjálfir fram til borgarstjórnar 1990 fengu þeir 8,3 prósenta fylgi. Í kosningunum 1986 var það sjö prósent. 1982 var það 9,5 prósent. Ekki eru til mælingar um að Framsóknarflokkur hafi komist yfir tíu prósentin í borgarstjórnakosningum síðan 1974. Það virðist því augljóst að flokkurinn er að græða mann á samstarfinu, sérstaklega ef hann fær áfram að minnsta kosti tvo fulltrúa R-listans. Þeir framsóknarmenn sem, af einhverjum ástæðum, vilja flokkinn úrsamstarfinu geta því ekki sagt að þeir séu að tapa á því sé litið til valda þeirra innan borgarinnar. Því hefur sú söguskýring komið fram að vegna R-lista samstarfsins sé flokkurinn ekki mjög sýnilegur í borginni, sem skýri af hverju þeim gekk ekki sem skyldi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu alþingiskosningum. Það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson leiddi annan listann. Kjördæmafélög framsóknarmanna eru reyndar mun sýnilegri en Reykjavíkurfélög Samfylkingar og Vinstri grænna. Hvernig sem á því stendur. En hugmyndin um að Framsóknarflokknum hafi ekki gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum er satt best að segja svolítið skrítin. Flokkurinn fékk 11,34 prósenta fylgi í Reykjavík suður og 11,62 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Það mætti því segja að flokkurinn hafi fengið um 11,5 prósent í Reykjavík í síðustu alþingiskosningunum. Það er nokkru betra en 1999, þegar hann fékk 10,4 prósent. Aðeins minna en 1995 þegar hann fékk 14,9 prósent, en það var hástökkið. Í alþingiskosningunum 1991, 1987 og 1983 var flokkurinn ekki að fá nema um 10 prósent atkvæða. Því er ekki hægt að segja annað en að Framsóknarflokknum hafi vegnað nokkuð vel í samstarfi Reykjavíkurlistans. Það sama má eiginlega segja um Vinstri græna. Flokkurinn hefur ekki verið til það lengi, að hægt sé að gera svipaðan samanburð á kjörfylgi og hjá Framsóknarflokknum. Í síðastliðnum tveimur alþingiskosningum hefur flokkurinn fengið tæp 10 prósent atkvæða, aðeins minna en framsóknarmenn. Það hefur bara ekki verið eins sterk mítan um að Vinstri grænum gengi miklu betur ef þeir myndu bjóða fram sjálfir. Ungliðar Samfylkingarinnar vilja að flokkurinn bjóði fram sjálfir, því þeir telja að hann myndi fá fleiri fulltrúa en þeir hafa núna. Það er mjög trúlegt. Á móti kemur að líkurnar á að Samfylking haldi áfram í meirihluta borgarstjórnar minnkar. Mér til skemmtunar prófaði ég að reikna út hver niðurstaða borgarstjórnarkosninga yrðu, ef kosið væri nákvæmlega eins og í síðustu alþingiskosningum. Niðurstaðan er sú að Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Frjálslyndir fengju einn mann kjörinn hver. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengi sex menn kjörna hvor. Þetta opnar alveg nýja möguleika í borgarstjórn. Annar stóru flokkanna þarf tvo minni flokka með sér til að ná meirihluta. Fer Alfreð inn fyrir framsókn? Getur hann unnið með Guðlaugi Þór sjálfstæðismanni að endurbótum Orkuveitunnar. Myndi Ólafur F. kyngja því sem hann hefur sagt um verndun gamalla húsa og ganga til liðs við Samfylkingu? Yrði Árni Þór fulltrúi Vinstri grænna og með hverjum vill hann vinna? Út frá sérhagsmunum þeirra flokka sem nú mynda Reykjavíkurlistann kæmi þeim það mjög líklega betur að halda samstarfinu áfram ef kalt er metið. Þeir sem mest græða á splundrungu er Sjálfstæðisflokkurinn því þannig eignaðist hann betri möguleika á að komast í borgarstjórnarmeirihluta eftir næstu kosningar. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ef Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri grænir ákveða að bjóða aftur fram undir nafni Reykjavíkurlistans, verður það í fjórða sinn sem þessir flokkar bjóða ekki fram lista undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Í fyrri skiptin þrjú hefur listinn fengið um 53 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47 prósent atkvæða árið 1994, 45 prósent 1998 og 40 prósent 2002. Frjálslyndir og óháðir, sem fengu um sex prósent gildra atkvæða í síðustu kosningum, kvörnuðu mest úr fylgi sjálfstæðismanna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist nú í vikunni, studdu um 55 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi líf samstarfsins. Það er því ekki hægt að skrifa dánarvottorðið enn. Umræður milli R-lista flokkanna eru hafnar, þó lítið spyrjist út um hvernig viðræðurnar ganga. Það sem meira hefur borið á eru mótmæli ungliðahreyfinganna. Ungliðar framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna hafa allir sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að flokkur þeirra bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum að ári. Ein af merkilegri söguskýringum sem sést hefur varðandi áframhaldandi líf Reykjavíkurlistann kemur frá Framsóknarmönnum. Miðað við um 10 prósent fylgi þeirra í alþingiskosningum, fengi flokkurinn einn mann kjörinn inn í borgarstjórn. Hver veit nema 10 prósenta fylgi sé ofmetið, því síðast þegar framsóknarmenn buðu sjálfir fram til borgarstjórnar 1990 fengu þeir 8,3 prósenta fylgi. Í kosningunum 1986 var það sjö prósent. 1982 var það 9,5 prósent. Ekki eru til mælingar um að Framsóknarflokkur hafi komist yfir tíu prósentin í borgarstjórnakosningum síðan 1974. Það virðist því augljóst að flokkurinn er að græða mann á samstarfinu, sérstaklega ef hann fær áfram að minnsta kosti tvo fulltrúa R-listans. Þeir framsóknarmenn sem, af einhverjum ástæðum, vilja flokkinn úrsamstarfinu geta því ekki sagt að þeir séu að tapa á því sé litið til valda þeirra innan borgarinnar. Því hefur sú söguskýring komið fram að vegna R-lista samstarfsins sé flokkurinn ekki mjög sýnilegur í borginni, sem skýri af hverju þeim gekk ekki sem skyldi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu alþingiskosningum. Það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson leiddi annan listann. Kjördæmafélög framsóknarmanna eru reyndar mun sýnilegri en Reykjavíkurfélög Samfylkingar og Vinstri grænna. Hvernig sem á því stendur. En hugmyndin um að Framsóknarflokknum hafi ekki gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum er satt best að segja svolítið skrítin. Flokkurinn fékk 11,34 prósenta fylgi í Reykjavík suður og 11,62 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Það mætti því segja að flokkurinn hafi fengið um 11,5 prósent í Reykjavík í síðustu alþingiskosningunum. Það er nokkru betra en 1999, þegar hann fékk 10,4 prósent. Aðeins minna en 1995 þegar hann fékk 14,9 prósent, en það var hástökkið. Í alþingiskosningunum 1991, 1987 og 1983 var flokkurinn ekki að fá nema um 10 prósent atkvæða. Því er ekki hægt að segja annað en að Framsóknarflokknum hafi vegnað nokkuð vel í samstarfi Reykjavíkurlistans. Það sama má eiginlega segja um Vinstri græna. Flokkurinn hefur ekki verið til það lengi, að hægt sé að gera svipaðan samanburð á kjörfylgi og hjá Framsóknarflokknum. Í síðastliðnum tveimur alþingiskosningum hefur flokkurinn fengið tæp 10 prósent atkvæða, aðeins minna en framsóknarmenn. Það hefur bara ekki verið eins sterk mítan um að Vinstri grænum gengi miklu betur ef þeir myndu bjóða fram sjálfir. Ungliðar Samfylkingarinnar vilja að flokkurinn bjóði fram sjálfir, því þeir telja að hann myndi fá fleiri fulltrúa en þeir hafa núna. Það er mjög trúlegt. Á móti kemur að líkurnar á að Samfylking haldi áfram í meirihluta borgarstjórnar minnkar. Mér til skemmtunar prófaði ég að reikna út hver niðurstaða borgarstjórnarkosninga yrðu, ef kosið væri nákvæmlega eins og í síðustu alþingiskosningum. Niðurstaðan er sú að Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Frjálslyndir fengju einn mann kjörinn hver. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengi sex menn kjörna hvor. Þetta opnar alveg nýja möguleika í borgarstjórn. Annar stóru flokkanna þarf tvo minni flokka með sér til að ná meirihluta. Fer Alfreð inn fyrir framsókn? Getur hann unnið með Guðlaugi Þór sjálfstæðismanni að endurbótum Orkuveitunnar. Myndi Ólafur F. kyngja því sem hann hefur sagt um verndun gamalla húsa og ganga til liðs við Samfylkingu? Yrði Árni Þór fulltrúi Vinstri grænna og með hverjum vill hann vinna? Út frá sérhagsmunum þeirra flokka sem nú mynda Reykjavíkurlistann kæmi þeim það mjög líklega betur að halda samstarfinu áfram ef kalt er metið. Þeir sem mest græða á splundrungu er Sjálfstæðisflokkurinn því þannig eignaðist hann betri möguleika á að komast í borgarstjórnarmeirihluta eftir næstu kosningar. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar