Bara aðeins pínu eitt enn Hafliði Helgason skrifar 11. maí 2005 00:01 Það er mikill áhugi á að byggjá álver á Íslandi og fram til þessa hefur verið mikill áhugi á að þau verði byggð á Íslandi. Álútflutningur frá Íslandi mun stóraukast á næstunni og við það eykst útflutningur á orku. Álútflutningur er nefnilega að stærstum hluta til útflutningur á orku. Hráefnið sem er ásamt orkunni stærsti kostnaðarliðurinn er innflutt. Álver skapa líka tiltölulega þokkalega borguð störf fyrir ófaglærða, rafiðnaðarmenn, stjórnendur og verkfræðinga. Þar með er nánast allt upp talið. Miklar fjárfestingar í stjóriðjunni á skömmum tíma hafa hins vegar ýmsa galla í för með sér. Á meðan á framkvæmdum stendur styrkist krónan og eftirspurn eftir vinnuafli eykst. Á slíkum tímabilum er erfitt að vera sprotafyrirtæki og útflutningsfyrirtæki. Þar við bætist að útflutningur álsins í framhaldinu styður við styrk krónunnar og gerir öðrum mögulegum útflutningsgreinum erfitt fyrir. Þar getur jafnvel verið um að ræða greinar sem krefjast vinnuafls með meiri menntun og greiðir hærri laun en hráefnaiðnaður eins og álframleiðslan. Þetta ástand hefur verið nefnt hollenska veikin, en gasuppsprettur Hollendinga léku efnahagslíf þeirra grátt. "To much of a good thing can be wonderful," sagði Mae West og vissulega má það til sanns vegar færa. Það er allavega ljóst að við njótum nú um stundir þess að blóðsykurinn er í háu gildi í blóðrás efnahagslífsins. Hættan liggur hins vegar í því að sykurfallið verði hratt og krefjist þá meiri sætinda í formi nýrra framkvæmda. Nýtt álver gæti því hentað vel stjórnvöldum sem vilja ekki hraða niðursveiflu efnahagslífsins í aðdraganda kosninga. Of langt tímabil slíkrar inngjafar í efnahagslífið er þó líklega til þess fallið að draga úr hagvexti og hagsæld þegar til lengri tíma er litið. Með slíku áframhaldi gætu aðrar útflutningsgreinar farið illa og lífvænleg fyrirtæki lagt upp laupana. Þá væri líklega betra heima setið, en af stað farið í stóriðjuframkvæmdirnar. Ríkisstjórnin segir núna: "bara eitt enn," eins og þegar maður seilist í einn lakkrís í pokanum. Hættan er bara sú að maður seilist í einn í viðbót og svo koll af kolli þar til allt er uppurið. Slíku fylgir gjarnan vindgangur, magapína og skert matarlyst á því sem stuðlar frekar að heilsu manns og þreki. Það er nefnilega margt sem bendir til þess að sígandi lukka sé best og að þeim þjóðum vegni best sem rækta mannauð sinn og örva frjáls viðskipti. Fjárfestingum í stóriðju ætti því að stilla í hóf og ekki víst að það sé skynsamlegt í bili að fara í eitt álver enn. haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það er mikill áhugi á að byggjá álver á Íslandi og fram til þessa hefur verið mikill áhugi á að þau verði byggð á Íslandi. Álútflutningur frá Íslandi mun stóraukast á næstunni og við það eykst útflutningur á orku. Álútflutningur er nefnilega að stærstum hluta til útflutningur á orku. Hráefnið sem er ásamt orkunni stærsti kostnaðarliðurinn er innflutt. Álver skapa líka tiltölulega þokkalega borguð störf fyrir ófaglærða, rafiðnaðarmenn, stjórnendur og verkfræðinga. Þar með er nánast allt upp talið. Miklar fjárfestingar í stjóriðjunni á skömmum tíma hafa hins vegar ýmsa galla í för með sér. Á meðan á framkvæmdum stendur styrkist krónan og eftirspurn eftir vinnuafli eykst. Á slíkum tímabilum er erfitt að vera sprotafyrirtæki og útflutningsfyrirtæki. Þar við bætist að útflutningur álsins í framhaldinu styður við styrk krónunnar og gerir öðrum mögulegum útflutningsgreinum erfitt fyrir. Þar getur jafnvel verið um að ræða greinar sem krefjast vinnuafls með meiri menntun og greiðir hærri laun en hráefnaiðnaður eins og álframleiðslan. Þetta ástand hefur verið nefnt hollenska veikin, en gasuppsprettur Hollendinga léku efnahagslíf þeirra grátt. "To much of a good thing can be wonderful," sagði Mae West og vissulega má það til sanns vegar færa. Það er allavega ljóst að við njótum nú um stundir þess að blóðsykurinn er í háu gildi í blóðrás efnahagslífsins. Hættan liggur hins vegar í því að sykurfallið verði hratt og krefjist þá meiri sætinda í formi nýrra framkvæmda. Nýtt álver gæti því hentað vel stjórnvöldum sem vilja ekki hraða niðursveiflu efnahagslífsins í aðdraganda kosninga. Of langt tímabil slíkrar inngjafar í efnahagslífið er þó líklega til þess fallið að draga úr hagvexti og hagsæld þegar til lengri tíma er litið. Með slíku áframhaldi gætu aðrar útflutningsgreinar farið illa og lífvænleg fyrirtæki lagt upp laupana. Þá væri líklega betra heima setið, en af stað farið í stóriðjuframkvæmdirnar. Ríkisstjórnin segir núna: "bara eitt enn," eins og þegar maður seilist í einn lakkrís í pokanum. Hættan er bara sú að maður seilist í einn í viðbót og svo koll af kolli þar til allt er uppurið. Slíku fylgir gjarnan vindgangur, magapína og skert matarlyst á því sem stuðlar frekar að heilsu manns og þreki. Það er nefnilega margt sem bendir til þess að sígandi lukka sé best og að þeim þjóðum vegni best sem rækta mannauð sinn og örva frjáls viðskipti. Fjárfestingum í stóriðju ætti því að stilla í hóf og ekki víst að það sé skynsamlegt í bili að fara í eitt álver enn. haflidi@frettabladid.is
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun