Viðskipti innlent

Pólskt farsímaleyfi

Netia Mobile, sem er í meirihlutaeigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið úthlutað fjarskiptaleyfi fyrir þriðju kynslóð farsíma í Póllandi. Er þetta fjórða leyfið fyrir þriðju kynslóð farsíma sem veitt er í Póllandi. Samhliða var útboð GSM 1800 farsímaleyfa, en enginn umsækjenda var talinn uppfylla öll skilyrði fyrir slíku leyfi. Björgólfur Thor hefur verið fyrirferðarmikill í kaupum á símafyrirtækjum í Austur-Evrópu og á einnig í slíkum fyrirtækjum í Búlgaríu og Tékklandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×