Félögin bera ábyrgðina 8. maí 2005 00:01 Það er mikið undir hjá handknattleikshreyfingunni næsta vetur. Áhuginn á íþróttinni virðist hafa náð sögulegu lágmarki í vetur og handknattleiksforystan sá sér ekki annað fært en að kollvarpa deildarfyrirkomulaginu á síðasta ársþingi. Það er hætt við að sú ákvörðun skili litlu ef félögin taka sig ekki saman í andlitinu og fara að huga að umgjörðinni hjá sér. Handboltinn stendur á tímamótum því næsta vetur verður boðið upp á nýtt deildarfyrirkomulag og flest lið munu mæta mikið breytt til leiks því fjölmargir leikmenn eru á förum og það verða nánast engar "stjörnur" í deildinni næsta vetur. Við þessu ástandi verða félögin að bregðast með því að bjóða áhorfendum upp á eitthvað annað aðlaðandi. Eitthvað sem fær fólk til þess að vilja fara á völlinn, því það á að vera gaman að fara á völlinn. Því miður er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á völlinn í dag. Umgjörðin á handboltaleikjum í dag er engin og maður spyr sig að því hvað menn séu að gera. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að laða fólk í íþróttahús landsins og þarf því ekki að koma á óvart að aðsóknin versni með hverju árinu. Einhverra hluta vegna virðist vera í tísku að kenna HSÍ um allt sem miður fer í íslensku handboltalífi en ég blæs á slíkt og skelli skuldinni á forráðamenn félaganna. Það er á þeirra ábyrgð að skapa umgjörð á leikjum en ekki HSÍ. Það þarf í raun ekki að gera mikið til þess að búa til betri stemningu. Til að mynda væri hægt að skipuleggja uppákomur í leikhléi þar sem áhorfendur fá að taka þátt. Það þarf ekki að vera flókið. Svo væri líka metnaður í því að búa til stuðningsmannaklúbb þar sem meðlimir njóta ýmissa fríðinda hjá félaginu. Það er nauðsynlegt að gera vel við þá sem mest láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma gamla góða lukkutröllinu sem hefur oft skilað sínu. Það er mikilvægt fyrir félögin að taka á þessum málum á næstu leiktíð því annars er hægt að byrja að moka yfir íslenskan handbolta. Ef félögin finna það ekki hjá sér sjálf að búa til umgjörð sem er sæmandi íslenskum handbolta verður HSÍ að taka málin í sínar hendur og skikka félögin til að vera með lágmarksumgjörð líkt og KKÍ gerir. Ef félögin geta ekki staðið við þær skuldbindingar er hægt að beita refsingum og það hörðum. Félög sem hvorki vilja né nenna að búa til umgjörð hjá sér hafa ekkert að gera í deild þeirra bestu. Aðgerða er þörf og það strax. Framtíð íslensks handbolta liggur hjá forystumönnum íslenskra handknattleiksfélaga. Takið ykkur taki og spýtið í lófana næsta vetur. Henry Birgir Gunnarsson - henry@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er mikið undir hjá handknattleikshreyfingunni næsta vetur. Áhuginn á íþróttinni virðist hafa náð sögulegu lágmarki í vetur og handknattleiksforystan sá sér ekki annað fært en að kollvarpa deildarfyrirkomulaginu á síðasta ársþingi. Það er hætt við að sú ákvörðun skili litlu ef félögin taka sig ekki saman í andlitinu og fara að huga að umgjörðinni hjá sér. Handboltinn stendur á tímamótum því næsta vetur verður boðið upp á nýtt deildarfyrirkomulag og flest lið munu mæta mikið breytt til leiks því fjölmargir leikmenn eru á förum og það verða nánast engar "stjörnur" í deildinni næsta vetur. Við þessu ástandi verða félögin að bregðast með því að bjóða áhorfendum upp á eitthvað annað aðlaðandi. Eitthvað sem fær fólk til þess að vilja fara á völlinn, því það á að vera gaman að fara á völlinn. Því miður er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á völlinn í dag. Umgjörðin á handboltaleikjum í dag er engin og maður spyr sig að því hvað menn séu að gera. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að laða fólk í íþróttahús landsins og þarf því ekki að koma á óvart að aðsóknin versni með hverju árinu. Einhverra hluta vegna virðist vera í tísku að kenna HSÍ um allt sem miður fer í íslensku handboltalífi en ég blæs á slíkt og skelli skuldinni á forráðamenn félaganna. Það er á þeirra ábyrgð að skapa umgjörð á leikjum en ekki HSÍ. Það þarf í raun ekki að gera mikið til þess að búa til betri stemningu. Til að mynda væri hægt að skipuleggja uppákomur í leikhléi þar sem áhorfendur fá að taka þátt. Það þarf ekki að vera flókið. Svo væri líka metnaður í því að búa til stuðningsmannaklúbb þar sem meðlimir njóta ýmissa fríðinda hjá félaginu. Það er nauðsynlegt að gera vel við þá sem mest láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma gamla góða lukkutröllinu sem hefur oft skilað sínu. Það er mikilvægt fyrir félögin að taka á þessum málum á næstu leiktíð því annars er hægt að byrja að moka yfir íslenskan handbolta. Ef félögin finna það ekki hjá sér sjálf að búa til umgjörð sem er sæmandi íslenskum handbolta verður HSÍ að taka málin í sínar hendur og skikka félögin til að vera með lágmarksumgjörð líkt og KKÍ gerir. Ef félögin geta ekki staðið við þær skuldbindingar er hægt að beita refsingum og það hörðum. Félög sem hvorki vilja né nenna að búa til umgjörð hjá sér hafa ekkert að gera í deild þeirra bestu. Aðgerða er þörf og það strax. Framtíð íslensks handbolta liggur hjá forystumönnum íslenskra handknattleiksfélaga. Takið ykkur taki og spýtið í lófana næsta vetur. Henry Birgir Gunnarsson - henry@frettabladid.is
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar