Sport

Fyrsti titill Leiknis R

Leiknir Reykjavík varð í dag bikarmeistari karla í b-deildarbikarkeppni KSÍ þegar liðið lagði Fjölni, 2-0 í úrslitaleik keppninnar á Leiknisvelli. Pétur Örn Svansson kom Leikni yfir á 30. mín og fyrirliðinn Haukur Gunnarsson gulltryggði sigurinn á 55. mínútu.  Þetta er fyrsti titill meistaraflokks Leiknis sem leikur í 2. deild Íslandsmótsins í sumar. "Þetta var hörkuleikur og mjög ljúfur sigur. Fyrsti titill meistaraflokks er í höfn og það verður fagnað frameftir í kvöld" sagði Freyr Alexandersson, leikmaður Leiknis í sigurvímu í samtali við vísi.is nú síðdegis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×