Sport

Norðurlandamótið í júdó í dag

112 keppendur eru skráðir til leiks á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fer í TBR-húsinu við Gnoðarvog í dag. Mótið hófst í morgun en úrslit hefjast um klukkan 16. Júdómenn gera sér vonir um að vinna 3-4 Norðurlandameistaratitla. Bjarni Skúlason, Þormóður Árni Jónsson, Þorvaldur Blöndal, Vignir Stefánsson og Margrét Bjarnadóttir ættu samkvæmt júdóspekingum að eiga góða möguleika á því að vinna gull á mótinu í dag. Keppt verður í sjö flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Aðgangur er ókeypis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×