Sport

Valur deildabikarmeistari

Valur varð í kvöld deildabikarmeistari kvenna í knattspyrnu er þær sigruðu KR 6-1 á Stjörnuvelli. Nína Ósk Kristinsdóttir átti mjög góðan leik og gerði þrennu fyrir Valsstúlkur en þær Málfríður Sigurðardóttir, Laufey Ólafsdóttir og Dóra María Lárusdóttir skoruðu eitt mark hver. Hrefna Jóhannesdóttir gerði mark KR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×