Sport

Cassie úti, Pesic inni

Skagamenn ætla ekki að semja við skoska sóknarmanninn Scott Cassie samkvæmt heimildum visir.is. Cassie, sem í lok janúar boðaði komu sína en kom aldrei sökum meiðsla, dugði í 5 mínútur á fyrstu æfingu sinni á dögunum, en þurfti þá að hætta vegna meiðsla. Ekki voru miklar töggur í þessum leikmanni því hann kvartaði sáran undan kulda, greinilegt að íslenskt vorveður fór ekki vel í þennan fyrrum leikmann Nottingham Forest og unglingaliðs Manchester United. Serbneski miðjumaðurinn Igor Pesic, sem æft hefur með Skagamönnum að undanförnu, hefur samið við Skagamenn til tveggja ára. Hann spilaði æfingaleik gegn Víkingum á miðvikudaginn og komst mjög vel frá þeim leik. Þar er á ferðinni mjög sterkur miðjumaður. Pesic, sem er 22 ára gamall, er góður í loftinu, góður sendingamaður bæði með hægri og vinstri og frábær skotmaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×