Sport

Sporting og CSKA Moskva í úrslitum

Portúgalska liðið Sporting Lissabon og rússneska liðið CSKA Moskva mætast í úrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. CSKA burstaði ítalska liðið Parma, 3-0, í gærkvöldi. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Ítalíu. Framlengja varð leik AZ Alkmar og Sporting. Eftir að Kew Jaliens kom Alkmar í 3-1 eftir 109 mínútna leik benti allt til þess að Hollendingarnir væru á leið í úrslit. Í uppbótartíma skoraði Miguel Garcia hins vegar fyrir Sporting og það mark fleytti Portúgölunum í úrslit þrátt fyrir 2-3 ósigur. Úrslitin samtals 4-4 í leikjunum tveimur en Sporting skoraði fleiri mörk á útivelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×